FRÉTT ÝMISLEGT 14. SEPTEMBER 2023

Hagstofa Íslands hefur innleitt nýtt skipulag sem unnið hefur verið að undanfarna mánuði en markmiðið með þeim breytingum er að gera stofnunina betur í stakk búna til þess að mæta aukinni eftirspurn eftir aðgengilegum gögnum og upplýsingum.

Með skipulagsbreytingunum er Hagstofunni skipt í fjögur svið eins og fram kemur í skipuriti stofnunarinnar sem birt er hér fyrir neðan. Sviðin eru Fjármál, Gögn, Greiningar og Samskipti. Þá eru einnig þrjár stoðdeildir; Þróun, Upplýsingatækni og Mannauður.

Skipulagsbreytingarnar tóku gildi 1. apríl síðastliðinn og voru tveir nýir sviðsstjórar ráðnir til Hagstofunnar samhliða breytingunum. Margrét Kristín Indriðadóttir var ráðin til að stýra gagnasviði og Lárus Blöndal greiningarsviði. Elsa Björk Knútsdóttir stýrir fjármálasviði og Ólafur Arnar Þórðarson sviði samskipta.

Gró Einarsdóttir var ráðin til að leiða deild gagnaþjónustu og Marta Guðrún Daníelsdóttir deild félagsmála. Magnús Kári Bergmann tók við deild efnahagsmála og Anton Örn Karlsson deild þróunar. Auðunn Ragnarsson stýrir áfram upplýsingatæknideild og Marinó Melsted spádeild. Mannauðsstjóri er Emma Ásudóttir Árnadóttir.

Nánar um Hagstofuna

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.