FRÉTT ÝMISLEGT 20. MARS 2007

Norræna tölfræðingamótið verður haldið í Reykjavík dagana 25.-28. júní og er íslensk yfirskrift þess „Mælingarvandi í tölfræði -  Hvað skal mæla; hvernig mælum við?“. Það eru einkum starfsmenn hagstofanna á Norðurlöndum og hliðstæðra stofnana í hagskýrslugerð sem þar hittast til að bera saman bækur sínar um hagskýrslugerð í nútíð og framtíð en öllu áhugafólki um hagskýrslugerð er frjálst að skrá sig á ráðstefnuna.

Norrænu hagstofurnar halda þetta mót til skiptis og síðast var þetta mót haldið á Íslandi árið 1992 og tóku þá um 330 manns þátt í því frá öllum Norðurlöndunum. Löng hefð er fyrir þessum mótum og verður það haldið nú í 24. skipti frá upphafi, en þrjú ár líða á milli þessara móta.

Áhugafólki skal bent á að ráðstefnugjaldið mun hækka ef þeir skrá sig eftir 25. mars næstkomandi. Því eru allir hvattir til að gera upp hug sinn á næstu dögum.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.