FRÉTT ÝMISLEGT 02. DESEMBER 2014

Af heildarorkunotkun í landinu árið 2013 var jarðhiti rúmlega 69%, vatnsorka tæp 18% en innflutt orka (svo sem olía og kol) einungis 14%. Til samanburðar má geta þess að árið 1992 var innflutt orka um 34% af heildarorkunotkun.

Þessar upplýsingar má finna í Landshögum 2014, hagtöluárbók Hagstofu Íslands, sem kemur út í dag þriðjudaginn 2. desember. Landshagir eru lykilrit um opinbera hagskýrslugerð á Íslandi og er yfirlit tölulegra upplýsinga um flesta þætti íslensks samfélags.

Af öðrum upplýsingum í Landshögum 2014 má nefna þessar:

  • Íbúum landsins fjölgar um 1,2%
  • Hlutfall kvenna aldrei hærra í sveitarstjórnarkosningum
  • Dregur úr atvinnuleysi á milli ára
  • Regluleg laun fullvinnandi voru 436 þúsund krónur á mánuði
  • Karlar sem búa einir eru verr staddir fjárhagslega en konur sem búa einar
  • Heildarútgjöld til heilbrigðismála eru 9% af landsframleiðslu
  • Viðtakendum greiðslna vegna fæðingarorlofs fækkaði á milli ára
  • 98% landsmanna teljast til netnotenda
  • Verðbólga var 3,9% á árinu 2013
  • 3,5% hagvöxtur árið 2013
  • Mannfjöldi í heiminum er rúmir 7 milljarðar

 

Landshagir 2014 – Útgáfa

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.