FRÉTT ÝMISLEGT 01. JÚLÍ 2014

Hagstofa Íslands kannaði ánægju notenda sinna í desember í fyrra og reyndist ánægjan 0,69 á kvarðanum 0-1. Er það svipuð niðurstaða og í notendakönnun frá 2009. Notendur sem störfuðu fyrir rannsóknarstofnanir eða hagsmunasamtök voru ánægðastir með Hagstofuna og hagtölur hennar. Vísitala launakostnaðar og samræmd vísitala neysluverðs voru þeir flokkar sem notendur voru ánægðastir með. Ánægja notenda stjórnaðist nokkuð af menntun þeirra og að hvaða marki þeir töldu útgefnar hagtölur sambærilegar yfir tímabil og hversu auðvelt þeim þótti að lesa úr þeim. Alls voru þátttakendur um 200 og var svarhlutfall um 32%.

Notendakönnun Hagstofu Íslands 2013 - Hagtíðindi

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.