FRÉTT ÝMISLEGT 03. OKTÓBER 2008

Á hverju hausti birtir Hagstofa Íslands áætlun um fyrirhugaða útgáfudaga frétta og uppfærslu talna á vefnum á komandi ári. Gerð birtingaráætlunar og tilkynning um hana er í samræmi við verklagsreglur í hagskýrslugerð. 

Á næsta ári eru um 180 fréttir á birtingaráætlun auk rúmlega 40 annarra reglulegra uppfærslna á talnaefni. Fréttum Hagstofunnar hefur fjölgað ár frá ári en á áætlun fyrir árið 2009 eru 35% fleiri fréttir en fyrir 5 árum svo dæmi sé tekið.

Eftirfarandi skal sérstaklega tekið fram um birtingu frétta Hagstofunnar:  

Allar fréttir Hagstofunnar eru gefnar út kl. 9.00 að morgni. 

  •  Hagstofan birtir öllum aðilum fréttirnar samtímis. 
  •  Hagstofan veitir samtímis aðgang að öllu því talnaefni sem fylgir viðkomandi frétt. 
  •  Ef óhjákvæmilegt reynist að víkja frá áður útgefinni dagsetningu í birtingaráætlun gefur Hagstofan út frétt þess efnis eða tilgreinir nýja dagsetningu á 
     birtingaráætluninni.  

Hægt er að fá tilkynningu um birtingu fréttar með tölvupósti auk þess sem skiptiborð Hagstofunnar, upplýsingaþjónusta eða viðkomandi fagdeild veitir upplýsingar frá kl. 9.00 að morgni birtingardags.

Birtingaráætlun

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.