FRÉTT ÝMISLEGT 15. NÓVEMBER 2023

Birtingaráætlun Hagstofunnar fyrir næsta almanaksár er gefin út í dag en útgáfan er í samræmi við alþjóðlegar kröfur um hagskýrslugerð og tryggir jafnan aðgang notenda að opinberum hagtölum.

Á birtingaráætlun eru meðal annars staðfestar dagsetningar fyrir verðtryggingarvísitölur, launavísitölu svo og hagtölur um landsframleiðslu, vinnumarkað og utanríkisverslun. Verði breytingar á birtingaráætluninni mun Hagstofan árétta það sérstaklega með fréttatilkynningu. Dagsetningar næstu átta virka daga á áætluninni eru staðfestar en taki þær breytingum er gefin út fréttatilkynning um það. Birtingar Hagstofunnar eru gerðar aðgengilegar öllum notendum samtímis kl. 9.00 að morgni birtingardags.

Gerast áskrifandi að fréttum Hagstofunnar

Reglur um birtingar Hagstofunnar

Birtingaráætlun 2024

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.