FRÉTT ÝMISLEGT 24. NÓVEMBER 2023

Ársskýrsla Hagstofu Íslands fyrir árið 2022 hefur verið gefin út og er skýrslan aðgengileg á rafrænu sniði. Í skýrslunni er gerð grein fyrir starfseminni á árinu. Auk skýrslu stjórnar og umfjöllunar um fjármál og rekstur er í skýrslunni fjallað um notendur, gagnasöfnun, miðlun og margt fleira.

Ólafur Hjálmarsson lét af störfum sem hagstofustjóri 1. september en hann hafði þá gegnt embættinu í rúm 14 ár eða frá því í febrúar 2008. Hrafnhildur Arnkelsdóttir var skipuð í embætti hagstofustjóra frá 1. nóvember 2022 en Elsa Björk Knútsdóttir staðgengill hagstofustjóra hafði þá setið sem hagstofustjóri í september og október.

Ársskýrsla 2022

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.