FRÉTT ÝMISLEGT 14. JÚNÍ 2019

Ársskýrsla Hagstofu Íslands fyrir árið 2018 hefur nú verið gefin út. Líkt og undanfarin ár er skýrslan eingöngu aðgengileg á rafrænu sniði.

Í ársskýrslunni er gerð grein fyrir helstu áherslumálum stofnunarinnar árið 2018 og þeim fjármunum sem varið er til hagskýrslugerðar. Auk skýrslu yfirstjórnar og umfjöllunar um fjármál og rekstur er í skýrslunni fjallað um notendur, gagnasöfnun, miðlun og margt fleira.

Ársskýrsla 2018

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.