FRÉTT VÍSINDI OG TÆKNI 28. NÓVEMBER 2016

Frá árinu 2013 til ársins 2015 hafa útgjöld til rannsókna og þróunar á Íslandi hækkað sem hlutfall af vergri landsframleiðslu úr 1,76% í 2,19%. Á sama tíma hafa útgjöld til rannsókna og þróunar staðið í stað í Evrópusambandinu, í 2,03-2,04% af vergri landsframleiðslu. R&Þ-útgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu eru nú sambærileg á Íslandi og í Frakklandi og Slóveníu. Árið 2015 er Svíþjóð með hæsta hlutfallið, 3,26%, en Austurríki eru með 3,07% og Danmörk 3,03%. Útgjöld til R&Þ í Finnlandi lækka úr 3,29% í 2,90% á tímabilinu. Hagstofa Íslands tók við tölfræði rannsókna og þróunar árið 2013.

 

Útgjöld til R&Þ sem hlutfall af VLF í Evrópu 2015
      Opinberar Háskóla- Sjálfseigna-
  Allar einingar Fyrirtæki stofnanir stofnanir stofnanir
           
Svíþjóð  3,26 2,27 0,11 0,88 0,01
Austurríki  3,07 2,18 0,14 0,75 0,01
Danmörk 3,03 1,87 0,07 1,08 0,01
Finnland  2,90 1,94 0,24 0,71 0,02
Þýskaland 2,87 1,95 0,43 0,50
Belgía 2,45 1,77 0,19 0,49 0,01
Frakkland 2,23 1,45 0,29 0,45 0,03
Slóvenía 2,21 1,69 0,30 0,23 0,00
Ísland 2,19 1,42 0,11 0,67
Evrópusambandið 2,04 1,30 0,24 0,47 0,02
Holland (Niðurland) 2,01 1,12 0,25 0,65
Tékkland 1,95 1,06 0,40 0,48 0,01
Noregur 1,93 1,05 0,29 0,59
Bretland 1,70 1,12 0,12 0,44 0,03
Eistland 1,50 0,69 0,16 0,62 0,03
Ungverjaland 1,38 1,01 0,18 0,17
Ítalía 1,33 0,74 0,18 0,38 0,04
Lúxemborg 1,31 0,67 0,41 0,23
Portúgal 1,28 0,60 0,08 0,58 0,02
Spánn 1,22 0,64 0,23 0,34 0,00
Slóvakía 1,18 0,33 0,33 0,52 0,00
Litháen (Lietuva) 1,04 0,28 0,18 0,58
Pólland 1,00 0,47 0,25 0,29 0,00
Grikkland 0,96 0,32 0,26 0,37 0,01
Búlgaría 0,96 0,70 0,20 0,05 0,01
Króatía 0,85 0,44 0,21 0,21
Malta 0,77 0,37 0,13 0,26 0,00
Lettland (Latvija) 0,63 0,15 0,16 0,31
Rúmenía 0,49 0,21 0,19 0,09 0,00
Kýpur 0,46 0,08 0,06 0,24 0,07
Írland 0,05 0,28
Bráðabirgðatölur úr birtingu Eurostat 16.11.2016        

Þann 16. nóvember gaf Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, út bráðabirgðatölur fyrir sambandið sem og Evrópska efnahagssvæðið, og var Ísland þar á meðal. Hafa þær tölur nú einnig verið birtar á vefsíðu Hagstofunnar.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fyrirtaekjatolfraedi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.