FRÉTT VÍSINDI OG TÆKNI 14. NÓVEMBER 2008

Út er komið hefti í efnisflokknum Upplýsingatækni þar sem birtar eru niðurstöður úr rannsókn Hagstofunnar á tæknibúnaði, netnotkun og rafrænum viðskiptum fyrirtækja. Könnunin var gerð fyrr á þessu ári.

Helstu niðurstöður eru þær að 80% fyrirtækja með 10 starfsmenn eða fleiri eru með staðarnet, 56% þráðlaust staðarnet og 18% nota opinn hugbúnað. Vefsíða er aðgengileg hjá 77% íslenskra fyrirtækja og hjá helmingi íslenskra fyrirtækja eru upplýsingar um vörur og þjónustu aðgengilegar á vefsíðu. Nærri 30% íslenskra fyrirtækja nota sjálfvirk gagnaskipti um netkerfi og þá helst í samskiptum við opinbera aðila. Tæplega 40% fyrirtækja pöntuðu vörur eða þjónustu um netkerfi á síðasta ári og tæplega fjórðungur fyrirtækja seldi vörur eða þjónustu um netkerfi.

Tæknibúnaður, netnotkun og rafræn viðskipti fyrirtækja 2008 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.