FRÉTT VÍSINDI OG TÆKNI 18. MAÍ 2007

Árið 2006 störfuðu 456 fyrirtæki í upplýsingatækniiðnaði hér á landi og fjölgaði þeim því um 34 frá árinu 2005. Fjölgunin hefur helst orðið meðal fyrirtækja í hugbúnaðargerð og ráðgjöf en þeim fjölgaði um 28 milli áranna 2005 og 2006. Fyrirtæki í síma- og fjarskiptaþjónustu voru tveimur fleiri árið 2006 en árið áður og fjöldi fyrirtækja í heildverslun með upplýsingatæknivörur var 137 árið 2006 en 133 árið 2005. Árið 2006 starfaði 21 fyrirtæki við framleiðslu upplýsingatæknivara og hefur sá fjöldi haldist nokkuð stöðugur frá árinu 1998.

Heildarvelta upplýsingatæknifyrirtækja jókst um 13% milli ára og nam rétt tæpum 113 milljörðum króna árið 2006. Fjórðungur heildarveltu er í fyrirtækjum sem starfa við hugbúnaðargerð og ráðgjöf, 29% heildarveltu verður til í fyrirtækjum í síma- og fjarskiptaþjónustu og 46% eru tilkomin vegna fyrirtækja í heildverslun.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.