FRÉTT VINNUMARKAÐUR 26. MARS 2020

Fjöldi atvinnulausra í febrúar var um 10.300 samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar eða 5,0% af vinnuaflinu. Árstíðarleiðrétt atvinnuþátttaka var 80,4% á meðan árstíðarleiðrétt hlutfall starfandi var 77,5%.

Árstíðarleiðrétt leitni atvinnuleysis síðustu 6 mánaða hefur stigið lítillega, eða úr 3,7% í september í 4,0% í febrúar. Á sama tíma fór leitni hlutfalls starfandi úr 77,8% í 77,6%. Atvinnuþátttaka fór hinsvegar úr 80,8% í 81,1% á sama tímabili.

Samkvæmt óleiðréttri mælingu er áætlað að um 203.100 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í febrúar 2020. Það jafngildir 78,2% (±2,6) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að um 192.900 (±5.100) manns hafi verið starfandi, en 10.200 (±3.000) án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var þannig rétt um 74,3% (±2,7) á meðan óleiðrétt atvinnuleysi mældist 5,0% (±1,5).

Þegar hlutfall atvinnulausra er borið saman við febrúar 2019 má sjá að atvinnuleysi hefur aukist um 1,8 prósentustig og hlutfall starfandi lækkað yfir sama tímabil um 2,1 prósentustig.

Allar fjöldatölur eru vigtaðar eftir aldri og kyni og námundaðar að næsta hundraði. Tölur fyrir febrúar 2020 eru bráðabirgðatölur þar til fyrsta ársfjórðungi lýkur.

Flæðirit — Vinnumarkaður 16–74 ára, febrúar 2020 – Óleiðrétt mæling Samtala undirliða þarf ekki að koma heim við heildartölur vegna námundunar. Öryggisbil (95%), atvinnuleysi: Alls ±1,5; karlar ±2,6; konur ±2,6

Tafla 1. Vinnumarkaður í febrúar — óleiðrétt mæling
Öryggisbil Öryggisbil Öryggisbil
 2018 (±95%)2019 (±95%)2020 (±95%)
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka 79,4 2,5 79,0 2,8 78,2 2,6
Hlutfall starfandi 77,5 2,5 76,4 2,9 74,3 2,7
Atvinnuleysi 2,4 0,9 3,2 1,2 5,0 1,5
Vinnustundir 39 1,3 38,8 1,2 38,8 1,3
Vinnuafl 196.500 6.200 201.200 7.100 203.100 6.700
Starfandi 191.700 4.700 194.700 5.600 192.900 5.100
Atvinnulausir 4.800 1.800 6.500 2.400 10.200 3.000
Utan vinnumarkaðar 51.000 6.200 53.600 6.300 56.500 7.200
Áætlaður mannfjöldi 247.500 254.800 259.600
Tafla 2. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétting
 sep.19okt.19nóv.19des.19jan.20feb.20
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka 80,9 81,1 80,5 80,7 81,0 80,4
Hlutfall starfandi 77,9 78,1 77,4 77,6 78,0 77,5
Atvinnuleysi 3,6 3,4 4,1 3,9 3,4 5,0
Vinnustundir 40,1 40,4 40,3 39,9 39,6 39,4
Vinnuafl 208.100 210.200 205.800 209.100 208.700 208.500
Starfandi 200.500 202.800 198.200 202.200 202.700 199.600
Atvinnulausir 6.800 7.100 7.100 7.300 7.000 10.300
Utan vinnumarkaðar 49.200 47.500 52.600 49.700 50.400 51.000
Áætlaður mannfjöldi 257.300 257.900 258.400 258.900 259.100 259.600
Tafla 3. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétt leitni
 sep.19okt.19nóv.19des.19jan.20feb.20
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka 80,8 80,8 80,7 80,7 80,9 81,1
Hlutfall starfandi 77,8 77,8 77,7 77,6 77,9 77,6
Atvinnuleysi 3,7 3,7 3,7 3,8 3,7 4,0
Vinnustundir 40,1 40,2 40,2 40,1 40,0 39,8
Vinnuafl 208.200 208.400 208.600 208.900 209.400 209.300
Starfandi 200.000 200.800 201.100 201.200 202.600 201.000
Atvinnulausir 7.400 7.300 7.300 7.200 7.300 8.100
Utan vinnumarkaðar 49.200 49.500 49.700 49.800 49.700 50.300
Áætlaður mannfjöldi 257.300 257.900 258.400 258.900 259.200 259.600

Um gögnin
Niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar fyrir febrúar 2020 ná til 4 vikna, frá 3. febrúar til og með 29. febrúar 2020. Í úrtak völdust af handahófi 1.530 einstaklingar á aldrinum 16–74 ára sem höfðu lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir, eða reyndust búsettir erlendis, var nettóúrtakið 1.500 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 960 einstaklingum og jafngildir það 64% svarhlutfalli.

Hagstofan miðar við skilgreiningu Alþjóðavinnumálastofunarinnar á atvinnuleysi. Samkvæmt þessari skilgreiningu teljast þeir atvinnulausir sem 1) eru án vinnu á viðmiðunartímanum, 2) eru virkir í atvinnuleit á íslenskum vinnumarkaði og 3) gætu hafið störf innan tveggja vikna ef þeim byðist starf.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1284 , netfang kannanir@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.