FRÉTT VINNUMARKAÐUR 28. JANÚAR 2021

Samtals voru 12.400 einstaklingar atvinnulausir í desember 2020 samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands eða 6,0% af vinnuaflinu. Árstíðarleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,7% og árstíðarleiðrétt hlutfall starfandi 75,6%. Samanburður við nóvember 2020 sýnir að árstíðarleiðrétt hlutfall starfandi jókst um 1,8 prósentustig á milli mánaða og árstíðarleiðrétt atvinnuleysi lækkaði um 1,3 prósentustig. Síðustu sex mánuði hefur leitni árstíðarleiðréttingar á hlutfalli starfandi fólks lækkað um 1,5 prósentustig og leitni atvinnuleysis hækkað um 0,5 prósentustig.

Samkvæmt mælingu vinnumarkaðsrannsóknarinnar voru samtals 207.700 (±6.200) einstaklingar á aldrinum 16-74 ára að jafnaði á vinnumarkaði í desember 2020 en það jafngildir 79,3% (±2,4) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að 196.200 (±5.400) hafi verið starfandi og 11.400 (±3.100) án atvinnu og í atvinnuleit. Áætlað hlutfall starfandi af mannfjölda var 74,9% (±2,7) og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli 5,5% (±1,5). Samanburður við desember 2019 sýnir að hlutfall starfandi hefur dregist saman um 2,4 prósentustig á milli ára og atvinnuleysi aukist um 2,3 prósentustig. Áætlað er að 54.100 (±6.000) einstaklingar hafi verið utan vinnumarkaðar í desember 2020 eða 20,7 % af mannfjölda sem er hækkun um 0,4 prósentustig á milli ára. Meðalfjöldi unnina stunda í desember 2020 var 35,3 stundir sem er næst lægsta mæling á vinnustundum frá upphafi vinnumarkaðsrannsóknar en meðalfjöldinn var lægri í apríl 2020 þegar hann var 34,2 stundir. Borið saman við desember 2019 hefur vinnustundum fækkað um 2,3 stundir á viku á milli ára.

Í desember 2020 var töluverður slaki á vinnumarkaði og sýndu niðurstöður að um 31.800 einstaklingar höfðu óuppfyllta þörf fyrir atvinnu, sem jafngildir 14,7% af einstaklingum á vinnumarkaði og mögulegu vinnuafli. Af þeim voru 36,2% atvinnulausir, 26,8% tilbúnir að vinna en ekki að leita, 1,8% í vinnuleit en ekki tilbúnir að vinna og 35,3% starfandi en vinnulitlir og vildu vinna meira. Samanburður við desember 2019 sýnir að slaki á vinnumarkaði hefur aukist um 4,8 prósentustig á milli ára. Allar fjöldatölur eru vigtaðar eftir aldri og kyni og námundaðar að næsta hundraði.

Tafla 1. Vinnumarkaður í desember — óleiðrétt mæling
Öryggisbil Öryggisbil Öryggisbil
 2018 (±95%)2019 (±95%)2020 (±95%)
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka 79,6 2,5 79,8 2,7 79,3 2,4
Hlutfall starfandi 78,5 2,7 77,3 2,9 74,9 2,7
Slaki á vinnumarkaði 6,5 1,8 9,9 2,3 14,7 2,4
Atvinnuleysi 1,4 0,7 3,2 1,2 5,5 1,5
Vinnustundir 36,2 1,3 37,6 1,4 35,3 1,2
Vinnuafl 201.600 6.300 207.200 6.900 207.700 6.200
Starfandi 198.800 5.400 200.700 5.800 196.200 5.400
Ómætt þörf fyrir atvinnu 13.300 3.700 21.300 4.900 31.800 5.100
Atvinnulausir 2.800 1.400 6.700 2.400 11.400 3.100
Utan vinnumarkaðar 51.700 5.800 52.600 6.100 54.100 6.000
Áætlaður mannfjöldi 253.300 259.700 261.800
Tafla 2. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétting
 júl. 20ágú. 20sep. 20okt. 20nóv. 20des. 20
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka80,780,679,380,179,479,7
Hlutfall starfandi75,775,475,974,573,875,6
Slaki á vinnumarkaði13,814,613,215,415,914,5
Atvinnuleysi5,95,84,46,87,36,0
Vinnustundir37,837,838,138,338,238,0
Vinnuafl210.600210.300208.300210.600206.400208.000
Starfandi197.700196.800199.400195.900191.700197.200
Ómætt þörf fyrir atvinnu29.90031.80028.80033.80034.30031.500
Atvinnulausir12.40012.2009.10014.30015.10012.400
Utan vinnumarkaðar51.30051.00053.60053.60052.90053.700
Áætlaður mannfjöldi261.000261.000262.600263.000259.800260.900
Tafla 3. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétt leitni
 júl. 20ágú. 20sep. 20okt. 20nóv. 20des. 20
Alls 16–74 ára
Atvinnuþátttaka79,980,080,079,979,779,7
Hlutfall starfandi76,376,275,875,375,074,8
Slaki á vinnumarkaði13,113,513,914,314,514,7
Atvinnuleysi5,15,25,45,55,65,6
Vinnustundir37,737,837,937,937,937,9
Vinnuafl209.000209.300209.300208.900208.600208.700
Starfandi199.600199.300198.300197.100196.200195.900
Ómætt þörf fyrir atvinnu28.30029.30030.20031.00031.50031.800
Atvinnulausir10.70010.90011.20011.40011.60011.700
Utan vinnumarkaðar52.40052.30052.50052.60052.60052.500
Áætlaður mannfjöldi261.500261.500261.600261.600261.600261.800

Um gögnin
Niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar fyrir desember 2020 ná til fimm vikna, frá 30. nóvember 2020 til 3. janúar 2021. Í úrtak völdust af handahófi 1.899 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára sem höfðu lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búettir erlendis var nettóúrtakið 1.863 einstaklingar. Alls fengust notfhæf svör frá 1.196 einstaklingum sem jafngildir 64,2% svarhlutfalli.

Löggjöf um samræmda félagsmálatölfræði hefur tekið gildi
Rétt er að benda notendum á að 1. janúar 2021 tók í gildi heildstæð löggjöf um samræmda félagsmálatölfræði byggða á úrtaksrannsóknum innan evrópska hagskýrslusamstarfsins. Löggjöfin mun koma til með að hafa áhrif á allar samevrópskar úrtaksrannsóknir Hagstofunnar innan félagsmálatölfræði. Breytingar hafa nú verið gerðar á spurningalista vinnumarkaðsrannsóknarinnar vegna löggjafarinnar og var nýr spurningalisti tekinn í notkun nú í janúar. Helstu breytingar sem löggjöfin felur í sér eru; 1) nýr kafli um stöðu á vinnumarkaði, 2) breyttar mælingar á vinnutíma, 3) nýjar spurningar, 4) breytt markþýði rannsóknarinnar og 5) breytingar á vog og mati á mannfjölda.

Nýr kafli um stöðu á vinnumarkaði felur í sér að búið er að skilgreina með nákvæmari hætti en áður hvernig standa skal að fyrirlögn spurninga um stöðu á vinnumarkaði. Mat Hagstofunnar er sú að breytingin komi til með að hafa minniháttar áhrif á mælingar á stöðu á vinnumarkaði. Breyttar mælingar á vinnutíma fela í sér tilraun til þess að fanga betur fjarveru frá vinnu í viðmiðunarviku. Líklegt er að þessar breytingar muni hafa áhrif á tímaraðir með þeim hætti að mældur vinnutími muni dragast saman og þannig verði brot í tímaröðum. Þetta er vandamál sem fleiri Evrópuríki standa frammi fyrir. Nýjar mælingar sem bætt hefur verið við munu gefa kost á því að birta niðurstöður með fjölbreyttara niðurbroti en áður. Þar má til dæmis nefna spurningar um heilsufarsstöðu, spurningar um hindranir í daglegu lífi og spurningar um starfsánægju.

Breytingar á markþýði rannsóknarinnar fela í sér að efri mörkin færast úr 74 árum upp í 89 ár svo nýtt markþýði rannsóknarinnar eru einstaklingar á aldrinum 16-89 ára. Eftir sem áður verða gefnar út tölur um 16-74 ára hópinn en að auki verða gefnar út tölur fyrir eldri aldurshópinn. Ný vog og mat á mannfjölda felur í sér að tekin verður í gagnið ný vog sem leiðréttir fyrir brottfalli hjá einstaklingum með erlent ríkisfang. Einnig verður gerð breyting á því hvernig mannfjöldi er metinn til þess að draga úr sveiflum og tryggja stöðugleika í metnum mannfjölda vinnumarkaðsrannsóknarinnar. Frétt og talnaefni fyrir vinnumarkaðinn í janúar 2021, sem er á birtingaráætlun 25. febrúar, verður fyrsta útgáfan sem byggir á nýju sniði vinnumarkaðsrannsóknarinnar.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1037 , netfang kannanir@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.