Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar var fjöldi fólks á vinnumarkaði 208.200 í júní 2019. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 81,5%, sem er einu prósentustigi hærra en í maí. Samkvæmt árstíðaleiðréttingu voru atvinnulausir 6.800 í júní, eða 3,3%, sem er einu og hálfu prósentustigi lægra en í maí. Fyrir sama tímabil hækkaði leiðrétt hlutfall starfandi fólks um 2,1 prósentustig, eða í 78,8% fyrir júní 2019.
Þegar horft er til síðustu sex mánaða sýnir leitni að árstíðaleiðréttar tölur um atvinnuþátttöku standa nánast alveg í stað. Hlutfall starfandi lækkaði lítillega eða um hálft prósentustig um leið og atvinnuleysi jókst að sama skapi um hálft prósentustig.
Samkvæmt óleiðréttum mælingum voru að jafnaði 216.000 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í júní 2019. Það jafngildir 84,0% (±2,2) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu reyndust 209.100 (±6.300) vera starfandi og 6.800 (±3.000) án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 81,4% (±2,5) og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,2% (±1,4).
Samanburður mælinga fyrir júní 2018 og 2019 sýnir að vinnuafli fjölgaði um 6.300 manns og hlutfall þess af mannfjölda nákvæmlega það sama. Starfandi fólki fjölgaði um 5.900 og hlutfallið var aðeins 0,1 prósentustigi lægra en það var á sama tíma árið 2018.
Atvinnulausir í júní 2019 voru um 400 manns fleiri en á sama tíma árið 2018 þegar þeir voru 6.400 eða 3,1% af vinnuaflinu. Alls voru 41.100 utan vinnumarkaðar í júní 2019 en höfðu verið 39.800 í júní 2018.
Allar fjöldatölur eru námundaðar að næsta hundraði.
Flæðirit — Vinnumarkaður 16–74 ára, júní 2019 – Mæling Samtala undirliða þarf ekki að koma heim við heildartölur vegna námundunar. Öryggisbil (95%), atvinnuleysi: Alls ±1,5; karlar ±1,7; konur ±2,3
Tafla 1. Vinnumarkaður í júní — mæling | ||||||
Öryggisbil | Öryggisbil | Öryggisbil | ||||
2017 | (±95%) | 2018 | (±95%) | 2019 | (±95%) | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 85,5 | 2,1 | 84,0 | 2,2 | 84,0 | 2,2 |
Hlutfall starfandi | 83,5 | 2,2 | 81,5 | 2,3 | 81,4 | 2,5 |
Atvinnuleysi | 2,3 | 1,1 | 3,1 | 1,3 | 3,2 | 1,4 |
Vinnustundir | 41,6 | 1,2 | 41,6 | 1,1 | 41,0 | 1,5 |
Vinnuafl | 205.800 | 5.000 | 209.700 | 5.400 | 216.000 | 5.700 |
Starfandi | 201.100 | 5.300 | 203.200 | 5.900 | 209.100 | 6.300 |
Atvinnulausir | 4.700 | 2.200 | 6.400 | 2.700 | 6.800 | 3.000 |
Utan vinnumarkaðar | 35.000 | 5.000 | 39.800 | 5.400 | 41.100 | 5.700 |
Áætlaður mannfjöldi | 240.800 | • | 249.500 | • | 257.100 | • |
Tafla 2. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétting | ||||||
jan.19 | feb.19 | mar.19 | apr.19 | maí.19 | jún.19 | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 82,4 | 80,7 | 82,7 | 82,0 | 80,6 | 81,5 |
Hlutfall starfandi | 80,0 | 78,0 | 80,1 | 79,3 | 76,8 | 78,8 |
Atvinnuleysi | 3,0 | 3,3 | 3,1 | 3,3 | 4,8 | 3,3 |
Vinnustundir | 40,1 | 39,2 | 39,4 | 40,1 | 39,5 | 39,0 |
Vinnuafl | 208.000 | 207.200 | 210.100 | 209.400 | 210.400 | 208.200 |
Starfandi | 201.800 | 200.200 | 203.600 | 202.500 | 200.300 | 201.300 |
Atvinnulausir | 6.100 | 6.900 | 6.500 | 6.900 | 10.000 | 6.800 |
Utan vinnumarkaðar | 44.300 | 49.500 | 44.000 | 45.900 | 50.600 | 47.200 |
Áætlaður mannfjöldi | 252.300 | 256.600 | 254.100 | 255.200 | 260.900 | 255.400 |
Tafla 3. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétt leitni | ||||||
jan.19 | feb.19 | mar.19 | apr.19 | maí.19 | jún.19 | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 81,7 | 81,7 | 81,7 | 81,7 | 81,7 | 81,6 |
Hlutfall starfandi | 79,3 | 79,2 | 79,1 | 79,0 | 78,8 | 78,8 |
Atvinnuleysi | 3,0 | 3,1 | 3,2 | 3,4 | 3,4 | 3,5 |
Vinnustundir | 39,4 | 39,5 | 39,5 | 39,5 | 39,5 | 39,5 |
Vinnuafl | 207.700 | 208.100 | 208.400 | 208.600 | 208.700 | 208.900 |
Starfandi | 201.600 | 201.600 | 201.600 | 201.600 | 201.600 | 201.700 |
Atvinnulausir | 6.200 | 6.500 | 6.800 | 7.000 | 7.200 | 7.200 |
Utan vinnumarkaðar | 46.400 | 46.500 | 46.600 | 46.700 | 46.900 | 47.100 |
Áætlaður mannfjöldi | 254.200 | 254.600 | 254.900 | 255.300 | 255.700 | 256.000 |
Um gögnin
Vinnumarkaðsrannsóknin í júní 2019 nær til fjögurra vikna, frá 3. til 30. júní 2019. Í úrtak völdust af handahófi 1.528 einstaklingar á aldrinum 16–74 ára sem höfðu lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða reyndust búsettir erlendis var nettóúrtakið 1.504 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 902 einstaklingum og jafngildir það 60,0% svarhlutfalli.