FRÉTT VINNUMARKAÐUR 23. MARS 2021

Fjöldi starfandi samkvæmt skrám dróst saman í hverjum mánuði ársins 2020 miðað við sömu mánuði árið á undan og var hlutfallsleg lækkun 4,8% á milli áranna 2019 og 2020. Á fyrsta fjórðungi ársins störfuðu 186.669 að meðaltali í hverjum mánuði en 189.736 á sama tímabili ári áður sem er hlutfallsleg lækkun um 1,5%. Samdráttur á milli ára var 5,2% á öðrum ársfjórðungi, 5,3% á þriðja ársfjórðungi og 7,0% á fjórða ársfjórðungi ársins 2020.

Á landsvísu var mestur samdráttur á Suðurnesjum en þar störfuðu að meðaltali 14.685 á mánuði árið 2019 en 13.195 árið 2020 sem er lækkun um 10,1%.

Frá og með þessari útgáfu eru vinnuaflstölur einnig sundurliðaðar eftir menntunarstigi starfandi og rekstrarformi vinnuveitenda. Talning eftir menntunarstigi sýnir meðal annars að hlutfall háskólamenntaðra einstaklinga á vinnumarkaði hefur aukist stöðugt frá 2008. Talning eftir rekstrarformi sýnir meðal annars að eftir samdrátt frá árinu 2014 hefur hlutfall starfsfólks sem vinna hjá ríkisstofnunum og sveitarfélögum farið vaxandi frá og með árinu 2018.

Frekari upplýsingar um flokkunaraðferðir má finna í lýsigögnum.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1054 , netfang kannanir@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.