FRÉTT VINNUMARKAÐUR 09. APRÍL 2021

Áætlað er að 3.500 (±1.100) störf hafi verið laus á fyrsta ársfjórðungi 2021 samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands. Á sama tíma voru um 175.700 (±11.900) störf mönnuð á íslenskum vinnumarkaði og hlutfall lausra starfa því 1,9% (±0,6).

Samanburður við 2020 sýnir að 700 fleiri störf voru laus á fyrsta ársfjórðungi 2021 en á sama tímabili 2020. Mönnuðum störfum fækkaði um 29.800 á milli ára og hlutfall lausra starfa hækkaði um 0,6 prósentustig.

Borið saman við fjórða ársfjórðung 2020 fjölgaði lausum störfum um 700 en fjöldi mannaðra starfa dróst saman um 28.200. Hlutfall lausra starfa hækkaði um 0,6 prósentustig á milli ársfjórðunga.

Niðurstöður starfaskráningar á fyrsta ársfjórðungi 2021
Mæling Gildi1 Staðalvilla2 Neðri mörk3 Efri mörk3
Fjöldi lausra starfa 3.500 600 2.300 4.600
Fjöldi mannaðra starfa 175.700 6.100 163.800 187.600
Hlutfall lausra starfa 1,9 0,3 1,3 2,5

1 Tölur eru námundaðar að næsta hundraði.
2 Staðalvilla mælingar vísar til breytileika í mælingu á milli úrtaka.
3 Neðri og efri vikmörk mælinga vísa til spannar öryggisbilsins í kringum meðaltalið. Í endurteknum úrtökum mun þýðistalan falla innan öryggisbilsins í 95% tilvika.

Um gögnin
Starfaskráning Hagstofu Íslands er ársfjórðungsleg úrtaksrannsókn á meðal íslenskra lögaðila. Þýðið nær til allra lögaðila á íslenskum vinnumarkaði sem eru með fleiri en einn starfsmann í vinnu. Valið er í úrtak einu sinni á ári í byrjun hvers árs á grundvelli fyrirtækjaskrár ársins á undan. Viðmiðunardagur starfaskráningar fyrir fyrsta ársfjórðung 2021 var 15. febrúar og svarhlutfall var 93%.

Um er að ræða bráðarbirgðartölur sem geta tekið breytingum með bættum þýðisupplýsingum. Við túlkun þarf einnig að hafa í huga að um úrtaksrannsókn er að ræða og að fjöldi mannaðra starfa samkvæmt starfaskráningu er punktmat á fjölda starfa á ákveðnu viðmiðunartímabili. Því þarf að hafa öryggisbil til hliðsjónar við túlkun á niðurstöðum.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1037 , netfang kannanir@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.