FRÉTT VERÐLAG 29. SEPTEMBER 2020

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í september 2020, er 487,0 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,39% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 417,5 stig og hækkar um 0,53% frá ágúst 2020.

Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. hækkaði um 4,0% (áhrif á vísitöluna 0,22%) og bílar hækkuðu um 2,3% (0,12%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,5% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,9%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í september 2020, sem er 487,0 stig, gildir til verðtryggingar í nóvember 2020. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.616 stig fyrir nóvember 2020.

Breytingar á vísitölu neysluverðs 2019-2020
Maí 1988 = 100 Vísitala Mánaðarbreyting, % Ársbreyting, %
2019
September 470,5 0,09 3,0
Október 472,2 0,36 2,8
Nóvember 472,8 0,13 2,7
Desember 473,3 0,11 2,0
2020
Janúar 469,8 -0,74 1,7
Febrúar 474,1 0,92 2,4
Mars 475,2 0,23 2,1
Apríl 477,5 0,48 2,2
Maí 480,1 0,54 2,6
Júní 482,2 0,44 2,6
Júlí 482,9 0,15 3,0
Ágúst 485,1 0,46 3,2
September 487,0 0,39 3,5

Fyrirhugaðar breytingar framsetningu efnis í veftöflum
Hagstofa Íslands mun í byrjun október uppfæra uppsetningu taflna (PX) með talnaefni fyrir vísitölu neysluverðs. Uppfærslan nær eingöngu til útlits og uppsetningar taflnanna en áfram verður boðið upp á sama talnaefni. Með breytingunni er leitast við að auka samræmi í uppsetningu talnaefnis og auðvelda notkun.

Breytingarnar munu hafa í för með sér að þeir notendur sem nú þegar nota API-þjónustu Hagstofunnar til þess að sækja talnaefni um vísitölur munu þurfa að uppfæra tengingar sínar. Tengingar í eldri uppsetningu fyrir API-þjónustu verða virkar samhliða þeirri nýju í stuttan tíma svo tækifæri gefist til uppfærslu.

Birtar verða nánari upplýsingar um helstu breytingar þegar uppfærslan á sér stað.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1200 , netfang neysluverd@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.