FRÉTT VERÐLAG 30. OKTÓBER 2023

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í október 2023, er 603,5 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,60% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 496,8 stig og hækkar um 0,28% frá september 2023.

Verð á matvöru hækkaði um 1,0% (áhrif á vísitöluna 0,14%) og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 2,0% (0,38%). Verð fyrir tómstundir og menningu hækkaði um 1,0% (0,10%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,9% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,3%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í október 2023, sem er 603,5 stig, gildir til verðtryggingar í desember 2023.

Grunnvogir í vísitölu neysluverðs eru uppfærðar einu sinni á ári. Nú er unnið að því að færa uppfærsluna til þannig að frá og með 2024 fari hún fram í janúar ár hvert í stað apríl eins og áður. Endurnýjun grunnsins veldur sem slík ekki breytingum á vísitölunni.

Einnig verður gerð sú breyting að í stað þess að taka inn verðbreytingar á "044 Annað vegna húsnæðis" í janúar þá verður það gert í febrúar þegar fyrsta greiðsla skv. nýjum gjaldskrám fer yfirleitt fram. Undir þennan lið fellur sorphreinsun, holræsi og kalt vatn.





Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1200 , netfang neysluverd@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.