FRÉTT VERÐLAG 27. NÓVEMBER 2025

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2025, er 658,2 stig (maí 1988=100) og lækkar um 0,48% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 523,4 stig og lækkar um 0,81% frá október 2025.

Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 14,3% (áhrif á vísitöluna -0,31%), húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. lækkaði um 2,2% (-0,11%) og föt og skór lækkuðu um 2,7% (-0,10%). Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,5% (0,10%).

Vakin er athygli á því að áhrifa afsláttardaga í nóvember gætir meira að þessu sinni þar sem ekki er einungis um að ræða 2-3 daga eins og áður heldur tilboð sem teygja sig yfir marga daga og jafnvel vikur í mánuðinum.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,7% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,7%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í nóvember 2025, sem er 658,2 stig, gildir til verðtryggingar í janúar 2026.





Merkjanleg áhrif vegna afsláttardaga
Ef horft er til mánaðarbreytinga í nóvember undanfarin ár sést að í nokkrum flokkum er að þessu sinni talsvert meiri lækkun en tíðkast hefur. Verð á einstökum vörum getur breyst án þess að um sé að ræða afslætti en í flokkum á borð við föt, skó, húsbúnað o.fl. eru afsláttardagar í nóvember mjög algeng ástæða verðlækkana.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5281100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.