FRÉTT VERÐLAG 26. NÓVEMBER 2008

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í nóvember 2008 er 327,9 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 1,74% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 298,3 stig og hækkaði hún um 1,84% frá október.

Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 3,6% (vísitöluáhrif 0,46%), verð á áfengi og tóbaki hækkaði um 6,5% (0,17%) og verð á fötum og skóm um 3,0% (0,14%). Verð á húsgögnum, heimilistækjum, heimilisbúnaði o.fl. hækkaði um 3,4% (0,24%), verð á sjónvörpum, dvd-spilurum, tölvum um 6,9% (0,11%) og efni til viðhalds húsnæðis hækkaði um 7,0% (0,29%).

Verð á nýjum bílum hækkaði um 1,1% (0,08%). Sala nýrra bíla hefur dregist verulega saman og þess vegna mælir Hagstofan nú eingöngu breytingu á verði þeirra bíla sem seldir eru í stað þess að miða við listaverð á öllum bílum. Við útreikninginn styðst Hagstofan við tölur um nýskráningar bifreiða sem birtar eru á vef Umferðarstofu og upplýsingar um söluverð frá bílaumboðunum.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 17,1% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 19,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,8% sem jafngildir 20,8% verðbólgu á ári (27,4% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í nóvember 2008, sem er 327,9 stig gildir til verðtryggingar í janúar 2009. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 6.474 stig fyrir janúar 2009.

Breytingar vísitölu neysluverðs 2007–2008
Maí 1988 = 100 Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
Breytingar í hverjum mánuði, %
Síðasta mánuð, % Síðustu 3 mánuði, % Síðustu 6 mánuði, % Síðustu  12 mánuði, %
  Vísitala
2007
Nóvember 279,9 0,6 8,0 10,3 6,7 5,2
Desember 281,8 0,7 8,5 7,6 7,0 5,9
2008
Janúar 282,3 0,2 2,2 6,2 6,9 5,8
Febrúar 286,2 1,4 17,9 9,3 9,8 6,8
Mars 290,4 1,5 19,1 12,8 10,1 8,7
Apríl 300,3 3,4 49,5 28,0 16,6 11,8
Maí 304,4 1,4 17,7 28,0 18,3 12,3
Júní 307,1 0,9 11,2 25,1 18,8 12,7
Júlí 310,0 0,9 11,9 13,6 20,6 13,6
Ágúst 312,8 0,9 11,4 11,5 19,5 14,5
September 315,5 0,9 10,9 11,4 18,0 14,0
Október 322,3 2,2 29,2 16,8 15,2 15,9
Nóvember 327,9 1,7 23,0 20,8 16,0 17,1

Vísitala neysluverðs eftir eðli og uppruna 2008
Undirvísitölur mars 1997=100 Breyting síðustu 12 mánuði
Áhrif á vísit.
  Október Nóvember %
Vísitala neysluverðs 180,6 183,7 17,1 17,1
Þar af:    
Innlendar vörur 157,6 161,8 21,7 2,8
Búvörur og grænmeti 152,5 158,5 22,8 1,2
Innlendar vörur án búvöru og grænmetis 160,7 163,6 20,9 1,5
Innfluttar vörur alls 150,0 154,2 26,0 8,8
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks  146,5 150,2 27,0 8,4
Kjarnavísitala 1 (VNV án búvöru, grænm., 
ávaxta og bensíns) 181,2 184,3 16,1 14,4
Kjarnavísitala 2 (kjarnavísitala 1 án opinberrar þjónustu) 183,4 186,8 16,8 13,9
Kjarnavísitala 3 (kjarnavísitala 2 án vaxtaáhrifa) 180,8 184,2 15,5 12,8
Dagvara 158,7 164,9 30,6 4,3

Talnaefni


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.