Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júní 2021, er 502,7 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,26% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 427,5 stig og hækkar um 0,14% frá maí 2021.
Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkar um 0,7% (áhrif á vísitöluna 0,12%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,6%.
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júní 2021, sem er 502,7 stig, gildir til verðtryggingar í ágúst 2021. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.926 stig fyrir ágúst 2021.
| Breytingar á vísitölu neysluverðs 2020-2021 | |||
| Maí 1988 = 100 | Vísitala | Mánaðarbreyting, % | Ársbreyting, % |
| 2020 | |||
| Júní | 482,2 | 0,44 | 2,6 |
| Júlí | 482,9 | 0,15 | 3,0 |
| Ágúst | 485,1 | 0,46 | 3,2 |
| September | 487,0 | 0,39 | 3,5 |
| Október | 489,1 | 0,43 | 3,6 |
| Nóvember | 489,3 | 0,04 | 3,5 |
| Desember | 490,3 | 0,20 | 3,6 |
| 2021 | |||
| Janúar | 490,0 | -0,06 | 4,3 |
| Febrúar | 493,4 | 0,69 | 4,1 |
| Mars | 495,8 | 0,49 | 4,3 |
| Apríl | 499,3 | 0,71 | 4,6 |
| Maí | 501,4 | 0,42 | 4,4 |
| Júní | 502,7 | 0,26 | 4,3 |