Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní 2017 er 443,0 stig (maí 1988=100) og er óbreytt frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 386,0 stig og lækkar um 0,41% frá maí 2017.
Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkar um 1,2% (áhrif á vísitöluna 0,24%). Verð á mat og drykkjarvörum lækkar um 1,2% (áhrif á vísitölu -0,16%). Flugfargjöld til útlanda hækka um 11,6% (0,13%). Verð á fötum hækka um 3,5% (0,11%) en vörur og þjónusta tengd tómstundum og menningu lækka um 1,2% (-0,12%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,5% en vísitalan án húsnæðis hefur lækkað um 3,1%.
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júní 2017, sem er 443,0 stig, gildir til verðtryggingar í ágúst 2017. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 8.747 stig fyrir ágúst 2017.
| Breytingar vísitölu neysluverðs 2016-2017 | ||||||
| Maí 1988 = 100 | Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar | |||||
| Breytingar í hverjum mánuði, % | ||||||
| Síðasta mánuð, % | Síðustu 3 mánuði, % | Síðustu 6 mánuði, % | Síðustu 12 mánuði, % | |||
| Vísitala | ||||||
| 2016 | ||||||
| Júní | 436,3 | 0,2 | 2,2 | 3,3 | 2,6 | 1,6 |
| Júlí | 434,9 | -0,3 | -3,8 | 1,1 | 3,1 | 1,1 |
| Ágúst | 436,4 | 0,3 | 4,2 | 0,8 | 2,4 | 0,9 |
| September | 438,5 | 0,5 | 5,9 | 2,0 | 2,7 | 1,8 |
| Október | 438,5 | 0,0 | 0,0 | 3,4 | 2,2 | 1,8 |
| Nóvember | 438,4 | 0,0 | -0,3 | 1,8 | 1,3 | 2,1 |
| Desember | 439,0 | 0,1 | 1,7 | 0,5 | 1,2 | 1,9 |
| 2017 | ||||||
| Janúar | 436,5 | -0,6 | -6,6 | -1,8 | 0,7 | 1,9 |
| Febrúar | 439,6 | 0,7 | 8,9 | 1,1 | 1,5 | 1,9 |
| Mars | 439,9 | 0,1 | 0,8 | 0,8 | 0,6 | 1,6 |
| Apríl | 442,1 | 0,5 | 6,2 | 5,2 | 1,6 | 1,9 |
| Maí | 443,0 | 0,2 | 2,5 | 3,1 | 2,1 | 1,7 |
| Júní | 443,0 | 0,0 | 0,0 | 2,8 | 1,8 | 1,5 |