FRÉTT VERÐLAG 13. APRÍL 2005

Vísitala neysluverðs í apríl 2005 er 242,0 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,21% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 228,3 stig, lækkaði um 0,48% frá því í mars.
     Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 3,8% (vísitöluáhrif 0,58%) og útsölulok leiddu til 2,7% verðhækkunar á fötum og skóm (0,14%).
     Mikil samkeppni ríkir á dagvörumarkaði og lækkaði verð á dagvöru um 2,5% (-0,41%).
     Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 1,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,2% sem jafngildir 4,8% verðbólgu á ári (1,6% verðhjöðnun fyrir vísitöluna án húsnæðis). 
     Vísitala neysluverðs í apríl 2005, sem er 242,0 stig, gildir til verðtryggingar í maí 2005. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 4.778 stig fyrir maí 2005. 
     Vísitalan í apríl er reist á nýjum grunni og er stuttlega gerð grein fyrir helstu breytingum í minnisblaði.
     Vakin er athygli á því að nýtt hefti um vísitölu neysluverðs apríl 2004-2005, í ritröð Hagtíðinda, verður birt þriðjudaginn 3. maí 2005. Í því hefti verða m.a. birtar upplýsingar um þróun vísitölunnar síðasta ár ásamt greinargerð um ýmsa þætti sem varða útreikning á húsnæðislið vísitölu neysluverðs. 
     Frá og með nú verða töflur undirvísitalna á vef Hagstofunnar tiltækar með fullum aukastöfum.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.