Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní 2013 er 413,5 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,53% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 393,6 stig og hækkaði um 0,59% frá maí.

Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 11,4% (vísitöluáhrif 0,17%) og kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 0,8% (0,11%). Verð á bensíni og olíum hækkaði um 1,8% (0,10%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,3% og vísitalan án húsnæðis um 3,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,7% sem jafngildir 2,8% verðbólgu á ári (1,1% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júní 2013, sem er 413,5 stig, gildir til verðtryggingar í ágúst 2013. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 8.165 stig fyrir ágúst 2013.

Vísitala neysluverðs eftir eðli og uppruna 2013
Undirvísitölur mars 1997=100 Breyting síðustu 12 mánuði
Áhrif á vísit.
  Maí Júní %
Vísitala neysluverðs 230,4 231,7 3,4 3,4
Þar af:
Innlendar vörur og grænmeti 209,4 209,9 4,9 0,7
Búvörur og grænmeti 196,4 196,9 6,6 0,4
Innlendar vörur án búvöru 218,9 219,3 3,4 0,2
Innfluttar vörur alls 202,1 203,3 1,5 0,5
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks  193,6 194,9 0,9 0,3
Dagvara 208,3 208,9 4,2 0,7

Breytingar vísitölu neysluverðs 2012–2013
Maí 1988 = 100 Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
Breytingar í hverjum mánuði, %
Síðasta mánuð, % Síðustu 3 mánuði, % Síðustu 6 mánuði, % Síðustu  12 mánuði, %
  Vísitala
2012
Júní 400,1 0,5 6,2 5,2 7,4 5,4
Júlí 397,2 -0,7 -8,4 -1,0 5,3 4,6
Ágúst 396,6 -0,2 -1,8 -1,5 2,9 4,1
September 399,6 0,8 9,5 -0,5 2,3 4,3
Október 400,7 0,3 3,4 3,6 1,3 4,2
Nóvember 402,0 0,3 4,0 5,6 2,0 4,5
Desember 402,2 0,0 0,6 2,6 1,1 4,2
2013
Janúar 403,3 0,3 3,3 2,6 3,1 4,2
Febrúar 409,9 1,6 21,5 8,1 6,8 4,8
Mars 410,7 0,2 2,4 8,7 5,6 3,9
Apríl 411,5 0,2 2,4 8,4 5,5 3,3
Maí 411,3 0,0 -0,6 1,4 4,7 3,3
Júní 413,5 0,5 6,6 2,8 5,7 3,3

Talnaefni