Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í mars 2019 er 465,3 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,52% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 397,5 stig og hækkar um 0,66% frá febrúar 2019.

Vetrarútsölum er lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 9,5% (áhrif á vísitöluna 0,31%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,9% en vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 2,4%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í mars 2019, sem er 465,3 stig, gildir til verðtryggingar í maí 2019. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.187 stig fyrir maí 2019.

Breytingar á vísitölu neysluverðs 2018-2019
Maí 1988 = 100 Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
Vísitala Breytingar í
hverjum mánuði, %
Síðasta mánuð, % Síðustu 3 mánuði, % Síðustu 6 mánuði, % Síðustu12 mánuði, %
2018
Mars452,00,66,94,43,42,8
Apríl452,20,00,54,92,52,3
Maí451,8-0,1-1,12,12,62,0
Júní454,60,67,72,33,32,6
Júlí454,80,00,52,33,62,7
Ágúst455,70,22,43,52,82,6
September456,80,22,91,92,12,7
Október459,40,67,04,13,22,8
Nóvember460,50,22,94,33,93,3
Desember463,90,79,26,44,13,7
2019
Janúar462,0-0,4-4,82,33,23,4
Febrúar462,90,22,42,13,23,0
Mars465,30,56,41,23,82,9

Talnaefni