Vísitala neysluverðs hækkaði um 5,3% frá október 2010 til jafnlengdar í ár. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 5,0%. Verðbólga hefur aukist á tímabilinu. Hún var lág fyrstu þrjá mánuði tímabilsins en hefur síðan aukist hægt og bítandi.

Nú hefur verið gefið út sérstakt hefti Hagtíðinda um vísitölu neysluverðs. Í því er fjallað um þróun hennar síðastliðna tólf mánuði og vikið að árlegri endurnýjun á grunni vísitölunnar í mars 2011. Einnig er sagt frá athugun á áhrifum þess að nota mismunandi vogir við útreikning vísitölunnar.

Vísitala neysluverðs 2010-2011 - Hagtíðindi

Talnaefni