FRÉTT VERÐLAG 22. DESEMBER 2017

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 0,4% milli október og nóvember 2017. Sjávarafurðir lækkuðu um 0,8% (áhrif á vísitölu -0,2%) en afurðir stóriðju hækkuðu um 0,3% (0,1%). Matvæli hækkuðu um 0,7% (0,1%) og annar iðnaður hækkaði um 1,6% (0,4%).

Vísitala framleiðsluverðs hefur hækkað um 1,8% frá nóvember 2016. Þar af hefur verð sjávarafurða hækkað um 1,4% en annar iðnaður lækkaði um 13,6%. Afurðir stóriðju hafa hækkað um 16,4% en matvæli lækkað um 1,9% á sama tímabili. Útfluttar afurðir hækkuðu um 6,0% á einu ári, en verð þeirra afurða sem seldar voru innanlands lækkuðu um 6,1%.

Vísitölur, breytingar og áhrif undirliða má sjá í töflu.

Vísitala framleiðsluverðs í nóvember 2017
    Breyting frá fyrri mánuði  
  Vísitala   Áhrif á Breyting frá 
  4. ársf. 2005 = 100  %  vísitölu % fyrra ári %
         
Vísitala framleiðsluverðs 193,5 0,4 0,4 1,8
Eftir atvinnugreinum        
Sjávarafurðir 241,7 -0,8 -0,2 1,4
Stóriðja 198,0 0,3 0,1 16,4
Matvæli 172,9 0,7 0,1 -1,9
Annar iðnaður 143,7 1,6 0,4 -13,6
         
Eftir mörkuðum        
Innlend sala 164,9 1,3 0,5 -6,1
Útfluttar afurðir 210,7 -0,2 -0,1 6,0

 

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1200 , netfang framleidsluverd@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.