Vísitala framleiðsluverðs stóð í stað milli desember 2017 og janúar 2018. Sjávarafurðir hækkuðu um 2,0% (áhrif á vísitölu 0,5%) en afurðir stóriðju lækkuðu um 1,5% (-0,5%).
Vísitala framleiðsluverðs hefur hækkað um 1,7% frá janúar 2017 til janúar 2018. Þar af hefur verð sjávarafurða hækkað um 2,8% en annar iðnaður lækkaði um 6,6%. Afurðir stóriðju hafa hækkað um 8,2% en matvæli lækkað um 0,2% á sama tímabili. Útfluttar afurðir hækkuðu um 4,1% á einu ári, en verð þeirra afurða sem seldar voru innanlands lækkuðu um 2,8%.
Vísitölur, breytingar og áhrif undirliða má sjá í töflu.
| Vísitala framleiðsluverðs í janúar 2018 | ||||
| Breyting frá fyrri mánuði | ||||
| Vísitala | Áhrif á | Breyting frá | ||
| 4. ársf. 2005 = 100 | % | vísitölu % | fyrra ári % | |
| Vísitala framleiðsluverðs | 194,2 | 0,0 | 0,0 | 1,7 |
| Eftir atvinnugreinum | ||||
| Sjávarafurðir | 251,2 | 2,0 | 0,5 | 2,8 |
| Stóriðja | 193,6 | -1,5 | -0,5 | 8,2 |
| Matvæli | 173,5 | 0,2 | 0,0 | -0,2 |
| Annar iðnaður | 143,8 | 0,0 | 0,0 | -6,6 |
| Eftir mörkuðum | ||||
| Innlend sala | 166,0 | 0,6 | 0,2 | -2,8 |
| Útfluttar afurðir | 211,1 | -0,3 | -0,2 | 4,1 |
