FRÉTT VERÐLAG 14. FEBRÚAR 2007

Vísitala framleiðsluverðs  fyrir 4. ársfjórðung 2006 (4. ársfj. 2005=100) er 121,6 stig, 0,3% hærri en á 3. ársfjórðungi 2006. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir er 128,5 stig og hækkar um 1,1% (vísitöluáhrif 0,5%). Vísitala framleiðsluverðs fyrir annan iðnað er 117,0 stig og lækkar um 0,3%       (-0,2%).

Vísitalan fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands er 106,5 stig, en það jafngildir 0,2% verðhækkun (0,1%) og fyrir útfluttar afurðir 130,9 stig, sem er hækkun um 0,4%  (0,2%) frá 3. ársfjórðungi 2006. Vísitala framleiðsluverðs fyrir útfluttar afurðir án sjávarafurða er 134,4 stig, 1,0% lægri en í fyrri ársfjórðungi (-0,2%).

Frá fjórða ársfjórðungi 2005 hefur vísitalan í heild hækkað um 21,6%, vísitalan fyrir sjávarafurðir um 28,5% og fyrir annan iðnað um 17,0%.
 

Breytingar vísitölu framleiðsluverðs 2005–2006
4. fjórðungur 2005 = 100 Breytingar
  Vísitala Ársfjórðungur Ár
2005
4. ársfjórðungur 100,0 -0,3 -3,2
2006
1. ársfjórðungur 106,6 6,6 6,8
2. ársfjórðungur 118,8 11,5 17,9
3. ársfjórðungur 121,2 2,0 20,9
4. ársfjórðungur 121,6 0,3 21,6
Hlutfallslegar breytingar, ekki árstíðaleiðréttar.

Með þessari frétt lýkur ársfjórðungslegri birtingu vísitölu framleiðsluverðs. Frá og með janúar 2007 er vísitala framleiðsluverðs reiknuð mánaðarlega og verður ný vísitala birt þann 27. febrúar næstkomandi, reiknuð mánaðarlega aftur til 4. ársfjórðungs 2005.

 ¹ Vísitala framleiðsluverðs nær yfir ÍSAT95 bálka C (námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu) og  D (iðnaður)  að undanskildum flokkum 22.1 (útgáfustarfsemi), 35.1 (skipa og bátasmíði) og 35.3 (smíði og viðgerðir loftfara).

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.