Vísitala framleiðsluverðs fyrir 2. ársfjórðung 2004 er 100,0 stig, 1,9% hærri en á 1. ársfjórðungi 2004. Verðvísitala sjávarafurða er 97,2 stig og hækkar um 1,1% (vísitöluáhrif 0,50%). Verðvísitala annarrar iðnaðarframleiðslu er 102,3 stig og hækkar um 2,5% (vísitöluáhrif 1,40%). Hækkun vísitölunnar að þessu sinni er að langmestu leyti tilkomin vegna hækkunar á verði framleiðslu til útflutnings.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.