Gefin hafa verið út Hagtíðindi með niðurstöðum úr rannsókn á útgjöldum heimilanna árin 2010–2012. Niðurstöður eru sundurliðaðar eftir búsetu, heimilisgerð, tekju- og útgjaldahópum. Heildarniðurstöður eru bornar saman við útgjaldarannsóknina 2009–2011. 

Neysluútgjöld á heimili árin 2010–2012 voru 476 þúsund krónur á mánuði og hafa aukist um 7,3% frá tímabilinu 2009–2011. Vísitala neysluverðs hækkaði um 5,2% frá 2011 til 2012 og hafa heimilisútgjöldin aukist um 2,0% að teknu tilliti til verðbreytinga. Á heimili búa að meðaltali 2,4 einstaklingar.

Ráðstöfunartekjur meðalheimilisins í rannsókninni voru 533 þúsund krónur á mánuði. Ráðstöfunartekjur flestra hópa voru hærri en útgjöld þeirra en neysluútgjöldin voru að meðaltali 89% af ráðstöfunartekjum.

Í úrtaki voru 3.565 heimili, 1.772 þeirra tók þátt í rannsókninni og var svörun 49,7%.

Rannsókn á útgjöldum heimilanna 2010-2012 - Hagtíðindi

Talnaefni