Landsframleiðsla á mann á Íslandi var 31% meiri en í Evrópusambandinu (ESB) árið 2024 (ESB-27, skilgr. 2020). Einstaklingsbundin neysla á mann á Íslandi var 16% meiri en í ESB árið 2024. Verðlag á mat og drykk var 48% hærra á Íslandi en innan sambandsins að jafnaði árið 2024. Talnaefni er nú samkvæmt uppfærðu flokkunarkerfi COICOP 2018.