FRÉTT VERÐLAG 25. JANÚAR 2007

Niðurstöður alþjóðlegs verðsamanburðar árið 2004 ásamt bráðabirgðaniðurstöðum árið 2005 hafa verið gefnar út í Hagtíðindum.

Niðurstöðurnar sýna að Ísland er í hópi ríkja þar sem verg landsframleiðsla á mann er mest, 29% yfir meðaltali ESB-25 ríkja. Hlutfallslegt verðlag er einnig hæst á Íslandi, 44% yfir meðaltalinu fyrir landsframleiðsluna í heild og 69% yfir því fyrir mat og drykkjarvörur. Niðurstöðurnar eru afar mismunandi milli ríkja. Landsframleiðslan er minnst í Makedóníu, 26% af meðaltali ESB. Mest er landsframleiðsla á mann í Lúxemborg, 151% yfir meðaltalinu.

Samanburðurinn nær til Íslands auk 32 annarra Evrópuríkja, það er 25 ríkja Evrópusambandsins, Noregs og Sviss, Búlgaríu, Rúmeníu, Tyrklands, Króatíu og Makedóníu. Niðurstöðurnar sýna jafnvirðisgildi, hlutfallslegt verðlag, verðmæti og magn landsframleiðslu.

Alþjóðlegur verðsamanburður, endanlegar niðurstöður 2004 og bráðabirgðaniðurstöður 2005 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.