FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 31. OKTÓBER 2018

Vöruviðskiptajöfnuður Í september 2018 voru fluttar út vörur fyrir 48,7 milljarða króna og inn fyrir 62,7 milljarða króna fob (66,6 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í september, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 14,1 milljarð króna. Í september 2017 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 21,1 milljarð króna á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptahallinn í september 2018 var því 7,1 milljarði króna minni en á sama tíma árið áður. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 14,2 milljörðum króna samanborið við 20,3 milljarða króna halla í september 2017.

Á tímabilinu janúar til september 2018 voru fluttar út vörur fyrir 433,9 milljarða króna en inn fyrir 564,3 milljarða (601,7 milljarða króna cif). Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam því 130,4 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 135,1 milljarð á gengi hvors árs. Vöruviðskiptahallinn á tímabilinu janúar til september er því 4,7 milljörðum króna minni en á sama tíma fyrir ári. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn 115,8 milljörðum króna, samanborið við 122,5 milljarða króna á sama tíma árið áður.

Útflutningur Á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruútflutnings 59,1 milljarði króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 15,8% á gengi hvors árs.¹ Iðnaðarvörur voru 53,8% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 14,9% hærra en á sama tíma árið áður. Hækkunina á milli ára má fyrst og fremst rekja til útflutnings á áli. Sjávarafurðir voru 39,5% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 19,0% hærra en á sama tíma árið áður. Aukning var öllum undirliðum sjávarafurða en aukninguna á milli ára má meðal annars rekja til sjómannaverkfalls í byrjun árs 2017.

Innflutningur Á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruinnflutnings 54,4 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 10,7% á gengi hvors árs.¹ Mestu munaði um innflutning á eldsneyti, hrá- og rekstrarvörum og fjárfestingu í flugvélum.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til september 2017 og 2018
Millj. kr. á gengi hvors árs September Janúar-September Breytingar frá fyrra ári á gengi hvors árs, %
2017201820172018
Útflutningur alls fob44.869,248.654,2374.843,2433.940,615,8
Sjávarafurðir20.201,218.951,2143.988,1171.358,819,0
Landbúnaðarvörur1.257,01.566,514.258,213.844,0-2,9
Iðnaðarvörur22.244,526.685,1203.419,7233.660,514,9
Aðrar vörur1.166,51.451,413.177,115.077,414,4
Innflutningur alls fob65.984,762.714,5509.894,8564.297,210,7
Matvörur og drykkjarvörur4.841,44.850,042.409,445.102,06,3
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.17.643,517.612,4136.107,2153.086,512,5
Eldsneyti og smurolíur12.103,611.352,058.231,985.080,546,1
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)14.542,411.915,5109.247,3117.807,67,8
Flutningatæki8.383,59.020,097.641,991.861,6-5,9
Neysluvörur ót.a.8.460,97.946,966.042,568.418,13,6
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)9,417,6214,62.940,91270,7
Vöruviðskiptajöfnuður-21.115,5-14.060,3-135.051,6-130.356,60,0

1) Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.

Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1151 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.