Út frá nýjum upplýsingum um viðskipti með skip og flugvélar er uppgjör fyrstu þriggja mánaða þessa árs endurskoðuð.

Vöruviðskiptajöfnuður
Í mars 2019 voru fluttar út vörur fyrir 52,7 milljarða króna og inn fyrir 61,5 milljarða króna fob (65,8 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í mars, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 8,8 milljarða króna. Í mars 2018 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 13,5 milljarða króna á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptahallinn í mars 2019 var því 4,7 milljörðum króna lægri en á sama tíma árið áður. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 11,9 milljörðum króna samanborið við 12,8 milljarða króna í mars 2018.

Á tímabilinu janúar til mars 2019 voru fluttar út vörur fyrir tæplega 174 milljarða króna en inn fyrir 173,5 milljarða (185,7 milljarða króna cif). Því var jöfnuður á vöruskiptum við útlönd sem nam 493,9 milljónum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 30,3 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptajöfnuðurinn frá janúar til mars er því 30,7 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma fyrir ári síðan. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn hins vegar 21,9 milljarði króna fyrir fyrsta ársfjórðung 2019 og 22,9 milljörðum króna fyrir fyrsta ársfjórðung 2018.

Útflutningur
Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruútflutnings tæplega 36,3 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 26,4% á gengi hvors árs1. Iðnaðarvörur voru 44,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 5,1% hærra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 36,2% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 15,7% hærra en á sama tíma árið áður. Verðmæti útflutnings skipa og flugvéla var 22,6 milljarðar króna á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Innflutningur
Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruinnflutnings 5,5 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 3,3% á gengi hvors árs¹. Innflutningur jókst mest á fjárfestingavörum og hrá- og rekstrarvörum. Á móti kemur minni innflutningur á flutningatækjum.

Vöruviðskiptajöfnuður

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til mars 2018 og 2019
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs, %
% jan-mars
Mars Janúar-mars
20182019 2018 2019
Útflutningur alls fob43.252,552.693,1137.688,5173.974,826,4
Sjávarafurðir17.626,121.705,654.444,963.008,415,7
Landbúnaðarvörur1.442,12.507,95.946,77.847,932,0
Iðnaðarvörur23.247,424.441,873.461,177.201,75,1
Aðrar vörur936,94.037,73.835,825.916,9575,7
Innflutningur alls fob56.782,561.489,1167.959,0173.480,93,3
Matvörur og drykkjarvörur4.726,85.089,313.460,515.847,117,7
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.17.011,417.338,646.893,951.609,210,1
Eldsneyti og smurolíur6.838,97.930,420.992,818.641,7-11,2
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)11.712,015.209,637.674,045.292,220,2
Flutningatæki8.893,96.924,527.243,717.217,7-36,8
Neysluvörur ót.a.7.584,58.972,721.436,524.788,215,6
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)15,024,0257,784,7-67,1
Vöruviðskiptajöfnuður-13.530,0-8.796,1-30.270,4493,9 -101,6

1) Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.
Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni