Vöruviðskiptajöfnuður
Í júní 2019 voru fluttar út vörur fyrir 46 milljarða króna og inn fyrir 74,6 milljarða króna fob (79 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í júní, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 28,6 milljarða króna. Í júní 2018 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 20,2 milljarða króna á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptahallinn í júní 2019 var því 8,4 milljörðum króna meiri en á sama tíma fyrir ári. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 19,4 milljörðum króna, samanborið við 18,1 milljarð í júní 2018.

Á tímabilinu janúar til júní 2019 voru fluttar út vörur 333,4 milljarða króna en inn fyrir 380 milljarða fob (405,8 milljarða króna cif). Halli á vöruskiptum við útlönd nam því 46,6 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 84 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptajöfnuðurinn frá janúar til júní var því 37,4 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma fyrir ári síðan. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn hins vegar 57,3 milljörðum króna á tímabilinu janúar til júní 2019, en 67,2 milljörðum króna fyrir sama tímabil 2018.

Útflutningur
Á fyrstu sex mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruútflutnings 46,2 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 16,1% á gengi hvors árs1. Iðnaðarvörur voru 47,5% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 2,8% hærra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 38,4% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 10,8% hærra en á sama tíma árið áður.

Innflutningur
Á fyrstu sex mánuðum ársins 2019 var verðmæti vöruinnflutnings 8,8 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 2,4% á gengi hvors árs¹. Innflutningur jókst mest á unnum hrá- og rekstrarvörum og fjárfestingavörum. Á móti kom minni innflutningur á flutningatækjum.

Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar - júní 2018 og 2019
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs,
% jan-jún
Júní Janúar-júní
20182019 2018 2019
Útflutningur alls fob50.449,346.006,0287.234,7333.435,016,1
Sjávarafurðir18.856,215.506,8115.577,3128.043,510,8
Landbúnaðarvörur1.175,61.418,110.222,314.422,841,1
Iðnaðarvörur29.439,124.868,3153.976,8158.228,52,8
Aðrar vörur978,44.212,87.458,332.740,2339,0
Innflutningur alls fob70.628,474.569,0371.187,9379.992,22,4
Matvörur og drykkjarvörur5.414,46.114,629.316,034.822,218,8
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.20.056,122.563,7101.211,8113.736,612,4
Eldsneyti og smurolíur9.581,88.761,848.010,143.720,6-8,9
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)14.344,012.889,579.451,386.235,18,5
Flutningatæki11.899,416.623,265.447,552.706,4-19,5
Neysluvörur ót.a.8.042,17.606,346.176,248.621,55,3
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)1.290,710,01.575,0149,7-90,5
Vöruviðskiptajöfnuður-20.179,13-28.563,08-83.953,15-46.557,28 

1Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum. Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni