FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 29. FEBRÚAR 2016

Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 45,9 milljarða króna og inn fyrir 46,9 milljarða króna fob (49,8 milljarða króna cif). Vöruskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 1,0 milljarð króna. Í janúar 2015 voru vöruskiptin hagstæð um 6,5 milljarða króna á gengi hvors árs¹.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar 2015 og 2016
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
  Janúar ári á gengi hvors árs,
  2015 2016  % jan.-janúar
       
Útflutningur alls fob 50.334,8 45.862,4 -8,9
Sjávarafurðir 17.037,6 20.369,2 19,6
Landbúnaðarvörur 1.318,2 1.371,6 4,0
Iðnaðarvörur 30.963,3 21.357,5 -31,0
Aðrar vörur 1.015,7 2.764,1 172,1
       
Innflutningur alls fob 43.811,9 46.863,0 7,0
Matvörur og drykkjarvörur 5.088,9 3.783,7 -25,6
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 12.861,2 12.590,6 -2,1
Eldsneyti og smurolíur 6.769,6 4.021,3 -40,6
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 9.582,2 12.199,4 27,3
Flutningatæki 3.637,6 6.459,8 77,6
Neysluvörur ót.a. 5.848,7 7.722,6 32,0
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 23,8 85,5 258,9
       
Vöruskiptajöfnuður 6.522,9 -1.000,7 .

¹Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruskiptum.


Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1151 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.