Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir desember 2018 nam fob verðmæti vöruútflutnings 54,5 milljörðum króna og fob verðmæti vöruinnflutnings 65,2 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í desember, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 10,7 milljarða króna. Í desember 2017 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 23,6 milljarða króna á gengi hvors árs. Vöruviðskiptahallinn í desember 2018 var því 12,9 milljörðum króna minni en á sama tíma árið áður. Viðskipti með skip og flugvélar hafa óveruleg áhrif á vöruviðskiptajöfnuðinn í mánuðinum.

Í desember 2018 var verðmæti vöruútflutnings 11,3 milljörðum króna hærra en í desember 2017 eða 26,1% á gengi hvors árs. Hækkunina á milli ára má að mestu rekja til aukins verðmætis í útflutningi á sjávarafurðum.

Verðmæti vöruinnflutnings í desember 2018 var 1,7 milljörðum króna lægra en í desember 2017 eða 2,5% á gengi hvors árs.

Hafa skal í huga að hér er um bráðabirgðatölur að ræða. Niðurstöður gætu breyst eftir endurskoðun í lok mánaðar.

Talnaefni