Vöruviðskiptin í október 2017 voru óhagstæð um 9,8 milljarða samkvæmt bráðabirgðatölum
06. nóvember 2017
Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir október 2017 nam fob verðmæti vöruútflutnings 49,7 milljörðum króna og fob verðmæti vöruinnflutnings 59,6 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í október, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 9,8 milljarða króna.