FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 12. APRÍL 2021

Fluttar voru út vörur fyrir 61,5 milljarða króna í mars 2021 og inn fyrir 83 milljarða króna cif (76,8 milljarða króna fob) samkvæmt bráðabirgðatölum. Vöruviðskiptin í mars, reiknuð á fob/cif-verðmæti, voru því óhagstæð um tæpa 21,4 milljarða króna.

Til samanburðar voru vöruviðskiptin reiknuð á fob/cif-verðmæti óhagstæð um 19,4 milljarða króna í mars 2020 á gengi hvors árs fyrir sig. Vöruviðskiptajöfnuðurinn í mars 2021 var því 2 milljörðum óhagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Vöruviðskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 151,5 milljarða króna sem er 43 milljörðum hagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr.

Verðmæti útflutnings jókst um 2,8% á tólf mánaða tímabili
Verðmæti vöruútflutnings í mars 2021 jókst um 5 milljarða króna, eða um 8,8%, frá mars 2020, úr 56,5 milljörðum króna í 61,5 milljarða. Verðmæti útfluttra iðnaðarvara jókst um 579 milljónir króna, eða 2,2% samanborið við mars 2020, útflutningsverðmæti sjávarafurða jókst um 1,1 milljarð (4,2%) en útflutningsverðmæti landbúnaðarafurða jókst hins vegar um 103,4%, eða um 3,4 milljarða króna, úr 3,2 milljörðum í mars 2020 í 6,6 milljarða í mars 2021, og skýrist það nær eingöngu af mikilli aukningu í útflutningsverðmæti fiskeldis sem jókst um 100,3%, úr 2,7 milljörðum í mars 2020 í 5,5 milljarða í mars 2021.

Verðmæti vöruútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá mars 2020 til mars 2021, var 634,6 milljarða króna og hækkaði um 17,3 milljarða króna miðað við sama tímabil ári fyrr eða um 2,8% á gengi hvors árs.. Iðnaðarvörur voru 48% alls vöruútflutnings síðustu tólf mánaði og var verðmæti þeirra 1,2% meira en á tólf mánaða tímabili þar á undan. Sjávarafurðir voru 43% alls vöruútflutnings síðustu tólf mánuði en verðmæti þeirra jókst um 4% á milli tólf mánaða tímabila. Verðmæti útflutnings í fiskeldi jókst um 22,4% á sama tímabili.

Verðmæti vöruinnflutnings dróst saman um 3,2% á tólf mánaða tímabili
Verðmæti vöruinnflutnings nam 83 milljörðum króna í mars 2021 samanborið við 76 milljarða í mars 2020. Verðmæti innfluttra mat- og drykkjarvara jókst um 18,8% og annarra neysluvara um 41,2% samanborið við mars 2020. Einnig jókst verðmæti hrá- og rekstrarvara um 14,3% á meðan verðmæti annarra liða dróst saman, þar á meðal eldsneytis og smurolía um 33,5% en verðmæti bensíns, þ.m.t. flugvélabensíns, jókst um 5,6%.

Verðmæti vöruinnflutnings síðustu tólf mánuði var 786,1 milljarður króna og minnkaði um 25,8 milljarða króna miðað við tólf mánuði þar á undan eða 3,2% á gengi hvors árs fyrir sig. Mestu munar um samdrátt í innflutningi á eldsneyti.

Vert er að hafa í huga að hér er um bráðabirgðatölur að ræða og niðurstöður gætu breyst eftir endurskoðun í lok mánaðar.

Verðmæti út- og innflutnings á tólf mánaða tímabili
Milljarðar króna á gengi hvors ársapríl 2019 - mars 2020apríl 2020 -mars 2021Breyting frá fyrra tímabili (%)
Útflutningur alls fob617,3 634,6 2,8
Sjávarafurðir261,1 271,6 4,0
Landbúnaðarafurðirþ.m.t. fiskeldi32,6 40,1 23,1
Iðnaðarvörur302,5 306,0 1,2
Aðrar vörur21,2 16,9 -20,2
Innflutningur alls cif811,9 786,1 -3,2
Matvörur og drykkjarvörur80,6 83,2 3,2
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.233,7 244,2 4,5
Eldsneyti og smurolíur97,3 43,9 -54,8
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)168,1 184,2 9,6
Flutningatæki117,9 90,1 -23,6
Neysluvörur ót.a.113,8 139,8 22,8
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)0,4 0,6 46,8
Vöruskiptajöfnuður-194,6 -151,5

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5281157 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.