FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 14. JANÚAR 2021

Verðmæti vöruútflutnings (fob) nam 58,6 milljörðum króna í desember 2020 samkvæmt bráðabirgðatölum og verðmæti vöruinnflutnings (fob) 57,6 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í desember, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 1,0 milljarð króna. Í desember 2019 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 11,9 milljarða króna á gengi hvors árs.

Verðmæti vöruútflutnings var 15,7 milljörðum króna meiri í desember 2020 en í desember 2019 eða sem nemur 36,5% á gengi hvors árs. Mestu munar um meiri verðmæti í útflutningi iðnaðarvara og verðmæti sjávarafurða.

Verðmæti vöruinnflutnings í desember 2020 var 2,8 milljörðum króna meira en í desember 2019 eða 5,2% á gengi hvors árs. Aukið verðmæti var í innflutningi á hrá- og rekstrarvörum og neysluvörum en á móti var minna verðmæti í innflutningi á eldsneyti og flutningatækjum.

Við birtingu bráðabirgðatalna í desember gefst tækifæri til að skoða árið í heild. Á árinu 2020 voru fluttar út vörur fyrir 619,9 milljarða króna sem er 3% samdráttur frá fyrra ári. Verðmæti innflutnings var 714,8 milljarðar króna fob sem er 6% minnkun frá fyrra ári. Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam því 95,0 milljarði króna árið 2020, reiknað á fob verðmæti. Á árinu 2019 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 118,1 milljarð króna á gengi hvors árs fyrir sig. Vöruviðskiptajöfnuðurinn á árinu 2020 gæti því orðið 23,2 milljörðum króna hagstæðari en á árinu 2019 ef þessar tölur ganga eftir.

Vert er að hafa í huga að hér er um bráðabirgðatölur að ræða. Niðurstöður gætu breyst eftir endurskoðun í lok mánaðar.

Verðmæti út- og innflutnings janúar til desember 2019 og 2020
Milljarðar króna á gengi hvors árs, bráðabirgðatölur20192020Breyting frá fyrra ári (%)
Útflutningur alls641,9 619,9 -3,4%
Sjávarafurðir260,4 269,9 3,7%
Landbúnaðarafurðirþ.m.t. fiskeldi30,8 35,4 14,9%
Iðnaðarvörur307,5 299,0 -2,8%
Aðrar vörur43,1 15,6 -63,9%
Innflutningur alls760,0 714,8 -5,9%
Matvörur og drykkjarvörur72,4 74,4 2,8%
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.218,8 214,1 -2,2%
Eldsneyti og smurolíur93,7 47,8 -49,0%
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)167,6 161,3 -3,7%
Flutningatæki102,7 94,3 -8,2%
Neysluvörur ót.a.104,3 122,4 17,3%
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)0,4 0,6 25,6%
Vöruskiptajöfnuður-118,1 -95,0

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5281152 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.