FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 14. OKTÓBER 2021

Fluttar voru út vörur fyrir 620,3 milljarða króna árið 2020 og inn fyrir 771,5 milljarða króna cif (718,6 milljarða króna fob). Vöruviðskiptin 2020, reiknuð á cif verðmæti, voru því óhagstæð um 151,2 milljarða króna. Vöruskiptahallinn 2020 var 36,3 milljörðum króna minni en árið 2019 þegar vöruviðskiptin voru óhagstæð um 187,4 milljarða á gengi hvors árs. Vöruskiptahallinn 2020 án skipa og flugvéla nam 142,2 milljörðum samanborið við 174,7 milljarða halla árið áður.

Verðmæti útfluttra sjávarafurða jókst um 3,7% á milli ára
Verðmæti vöruútflutnings árið 2020 var 21,6 milljörðum lægra en árið 2019 sem jafngildir lækkun um 3,3% á milli ára.. Iðnaðarvörur voru 48,1% alls útflutningsverðmætis á síðasta ári en verðmæti þeirra dróst þó saman um 2,9% samanborið við árið 2019.

Útflutningur á áli og álafurðum átti stærsta hlutdeild í útflutningi á iðnaðarvörum árið 2020 eða 33,5% af heildar útflutningsverðmæti. Verðmæti útfluttra sjávarafurða var 43,5% af heildar útflutningsverðmæti og jókst um 3,7% frá fyrra ári. Stærstu hlutdeild í útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2020 áttu ferskur fiskur (13,0% af heild) og fryst flök (11,2%). Stærstu viðskiptalönd í vöruútflutningi árið 2020 voru Holland, Spánn og Bretland en 69% alls útflutnings fór til ríkja innan EES.

Minna flutt inn af eldsneyti og flutningatækjum
Árið 2020 var verðmæti vöruinnflutnings 57,8 milljörðum króna lægra en árið 2019 eða 7,0% á gengi hvors árs. Mestu munaði um innflutning á eldsneyti og flutningatækjum. Stærstu hlutdeild í innflutningsverðmæti áttu hrá- og rekstrarvörur (30,5%) og fjárfestingarvörur (22,2%). Stærstu viðskiptalönd í vöruinnflutningi árið 2020 voru Þýskaland, Noregur og Kína. Verðmæti innflutnings frá ríkjum innan EES nam 58% alls innflutnings árið 2020.

Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar-desember 2019 og 2020
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá
fyrra ári
á gengi hvors árs
% jan-des
Janúar-desember
  2019 2020
Útflutningur alls fob 641.859,7 620.287,7 -3,3
Sjávarafurðir 260.370,9 269.918,1 3,7
Landbúnaðarvörur þ.m.t. eldisfiskur 30.819,0 35.317,2 14,8
Iðnaðarvörur 307.540,1 298.481,1 -2,8
Aðrar vörur 43.129,7 16.571,4 -60,9
Innflutningur alls fob 829.285,7 771.454,2 -7,0
Matvörur og drykkjarvörur 78.895,8 82.116,2 4,1
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 238.724,1 235.505,4 -1,3
Eldsneyti og smurolíur 97.574,3 50.485,1 -48,3
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 177.099,5 171.506,8 -3,1
Flutningatæki 124.206,8 98.634,0 -20,6
Neysluvörur ót.a. 112.318,5 132.627,2 18,0
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 466,7 579,6 23,5
Vöruviðskiptajöfnuður -187.425,9 -151.166,5

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1151 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.