FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 15. MAÍ 2020

Fluttar voru út vörur fyrir 641 milljarð króna árið 2019 og inn fyrir 755,7 milljarða króna fob (807,2 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin 2019, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 114,7 milljarða króna. Vöruviðskiptahallinn 2019 var 62,8 milljörðum króna minni en árið 2018 þegar vöruviðskiptin voru óhagstæð um 177,5 milljarða króna á gengi hvors árs.1 Vöruviðskiptahallinn 2019 án skipa og flugvéla nam 119,4 milljörðum króna samanborið við 162,4 milljarða króna halla árið áður.

Verðmæti sjávarafurða jókst um 8,5% á milli ára
Verðmæti vöruútflutnings árið 2019 var 38,9 milljörðum króna hærra samanborið við árið 2018 eða 6,5% á gengi hvors árs.1 Iðnaðarvörur voru 47,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 4,4% lægra en á sama tíma árið áður. Útflutningur á áli og álafurðum átti stærsta hlutdeild í útflutningi á iðnaðarvörum árið 2019 eða 33,1%. Sjávarafurðir voru 40,6% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 8,5% hærra en árið áður. Stærstu hlutdeild í útflutningi sjávarafurða árið 2019 áttu ferskur fiskur (11,1% af heildarútflutningi) og fryst flök (10,7%). Stærstu viðskiptalönd í vöruútflutningi árið 2019 voru Holland (Niðurland), Bretland og Spánn en 70,9% alls útflutnings fór til ríkja Evrópusambandsins.

Munaði mestu um eldsneyti, smurolíur og flutningatæki
Árið 2019 var verðmæti vöruinnflutnings 24 milljörðum króna lægra en árið 2018 eða 3,1% á gengi hvors árs.1 Mestu munaði um innflutning á eldsneyti og smurolíum og flutningatækjum. Stærstu hlutdeild í innflutningi áttu hrá- og rekstrarvörur (28,8%) og fjárfestingarvörur (22,1%). Stærstu viðskiptalönd í vöruinnflutningi árið 2019 voru Noregur, Bandaríkin og Þýskaland en 51,9% alls innflutnings kom frá ríkjum ESB.

Verðmæti útflutnings og innflutnings janúar-desember 2018 og 2019
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá
fyrra ári
á gengi hvors árs
% jan-des
Janúar-desember
  2018 2019
Útflutningur alls fob 602.102,5 640.954,3 6,5
Sjávarafurðir 239.815,1 260.138,2 8,5
Landbúnaðarvörur 20.479,3 30.816,4 50,5
Iðnaðarvörur 321.055,8 306.948,0 -4,4
Aðrar vörur 20.752,3 43.051,7 107,5
Innflutningur alls fob 779.616,2 755.655,6 -3,1
Matvörur og drykkjarvörur 63.114,7 71.158,6 12,7
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 222.005,6 217.578,2 -2,0
Eldsneyti og smurolíur 115.718,6 93.111,9 -19,5
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 160.171,1 167.026,4 4,3
Flutningatæki 115.869,5 102.629,6 -11,4
Neysluvörur ót.a. 99.733,8 103.712,9 4,0
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 3.002,9 438,0 -85,4
Vöruviðskiptajöfnuður -177.513,7 -114.701,2

1) Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1151 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.