FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 16. MAÍ 2012

Á árinu 2011 voru fluttar voru út vörur fyrir 620,1 milljarð króna en inn fyrir 523,0 milljarða króna fob, 561,6 milljarða króna cif. Afgangur var því á vöruskiptum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 97,1 milljarði króna en 120,2 milljarða króna afgangur var árið 2010 á gengi hvors árs. Vöruútflutningur jókst um 10,5% frá fyrra ári á gengi hvors árs og vöruinnflutningur um 17,7%. Hlutur iðnaðarvöru í útflutningi var 54,1% og hlutur sjávarafurða var 40,6% en í vöruinnflutningi voru stærstu vöruflokkarnir hrá- og rekstrarvörur með 32,1% hlutdeild og, fjárfestingarvörur með 21,8% hlutdeild. Stærstu viðskiptalönd voru Holland í vöruútflutningi og Noregur í vöruinnflutningi og var EES þýðingarmesta markaðssvæðið, jafnt í vöruútflutningi sem vöruinnflutningi.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í Hagtíðindum um vöruviðskipti við útlönd sem Hagstofan gefur út í dag.

Vöruviðskipti við útlönd 2011 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.