Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 42,3 milljarða króna og inn fyrir 34,5 milljarða króna fob (tæpa 37,1 milljarð króna cif). Vöruskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um tæpa 7,8 milljarða króna. Verðmæti vöruútflutnings var 21,8% meira en í janúar 2010 og verðmæti vöruinnflutnings var 17,0% meira á föstu gengi¹ frá sama tíma. Í janúar 2010 voru vöruskiptin hagstæð um 5,2 milljarða króna á sama gengi¹.

Vöruskiptin við útlönd janúar 2011
Millj. kr á gengi ársins 2010 Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % jan-janúar
Janúar  Janúar-janúar
  2010 2011 2010 2011
Útflutningur alls fob 34.752 42.318 . . 21,8
Innflutningur alls fob 29.530 34.543 . . 17,0
Vöruskiptajöfnuður 5.222 7.776 . . .

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-janúar 2010 og 2011
Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-janúar
Janúar Janúar-janúar
  2010 2011 2010 2011
Útflutningur alls fob 38.751,5 42.318,4 . . 21,8
Sjávarafurðir 13.115,9 14.798,7 . . 25,8
Landbúnaðarvörur 705,2 1.072,3 . . 69,6
Iðnaðarvörur 23.376,7 25.203,7 . . 20,2
Aðrar vörur 1.553,7 1.243,7 . . -10,7
Innflutningur alls fob 32.928,1 34.542,7 . . 17,0
Matvörur og drykkjarvörur 2.855,7 2.639,6 . . 3,1
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 10.407,7 11.137,5 . . 19,3
Eldsneyti og smurolíur 4.911,9 5.198,3 . . 18,0
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 8.116,9 9.601,6 . . 31,9
Flutningatæki 2.130,0 1.910,9 . . .
Neysluvörur ót.a. 4.471,7 4.034,6 . . 0,6
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 34,2 20,2 . . -34,1
Vöruskiptajöfnuður 5.823,5 7.775,7 . . .


¹Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 10,3% lægra í janúar 2011 en í janúar 2010.

Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni