Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 55,7 milljarða króna og inn fyrir 44,2 milljarða króna fob (48,3 milljarða króna cif). Vöruskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 11,6 milljarða króna en voru hagstæð um 0,5 milljarða í janúar 2012 á gengi hvors árs.¹

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-janúar 2012 og 2013
Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra ári á gengi hvors árs, % jan.-janúar
Janúar Janúar-janúar
  2012 2013 2012 2013
Útflutningur alls fob 47.288,0 55.741,1 . . 17,9
Sjávarafurðir 17.769,6 20.676,6 . . 16,4
Landbúnaðarvörur 1.238,1 1.439,8 . . 16,3
Iðnaðarvörur 27.520,5 32.486,9 . . 18,0
Aðrar vörur 759,7 1.137,9 . . 49,8
Innflutningur alls fob 46.791,0 44.187,6 . . -5,6
Matvörur og drykkjarvörur 3.477,7 3.837,6 . . 10,3
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.s. 11.843,6 13.799,8 . . 16,5
Eldsneyti og smurolíur 5.772,8 7.046,0 . . 22,1
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 8.939,8 11.802,8 . . 32,0
Flutningatæki 11.883,3 2.113,5 . . -82,2
Neysluvörur ót.a.s. 4.804,7 5.345,9 . . 11,3
Vörur ót.a.s. (t.d. endursendar vörur) 69,3 242,0 . . .
Vöruskiptajöfnuður 497,0 11.553,5 . . .

 

¹ Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruskiptum.

Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni