Samkvæmt bráðabirgðatölum var vöru- og þjónustujöfnuður á þriðja ársfjórðungi 2019, eins og hann birtist í þjóðhagsreikningum og greiðslujöfnuði, jákvæður um 55,5 milljarða króna samanborið við jákvæðan 75,8 milljarða króna jöfnuð á sama tíma árið 2018, á gengi hvors árs fyrir sig. Umreiknaður vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 45,9 milljarða króna á meðan þjónustujöfnuður var hagstæður um 101,3 milljarða króna. Heildarútflutningstekjur á þriðja ársfjórðungi 2019, vegna vöru- og þjónustuviðskipta, námu 374,0 milljörðum króna en heildarinnflutningur á vörum og þjónustu nam 318,5 milljörðum króna.

Samhliða ársfjórðungsútgáfu á vöruviðskipta- og þjónustujöfnuði uppfærir Hagstofan gögn um mánaðarlegan vöruviðskipta- og þjónustujöfnuð á þriðja ársfjórðungi 2019. Í september var áætlað verðmæti útflutnings fyrir vöru- og þjónustuviðskipti 115,6 milljarðar króna en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 108,8 milljarðar króna. Vöru- og þjónustujöfnuður var því áætlaður jákvæður um 6,8 milljarða króna í september 2019.

Þessar upplýsingar koma fram í brúartöflum á vef Hagstofunnar sem samræma staðla vöruviðskipta og greiðslujafnaðar.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til september 2018 og 2019
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs, %
September Janúar-September
20182019 2018 2019
Vöru- og þjónustuviðskipti, útflutningur alls128.940,2115.641,6992.698,01.011.460,71,9
Vöruskipti: = Útflutningur í greiðslujöfnuði49.701,652.555,3442.817,3491.102,510,9
Þjónustuviðskipti: = Útflutt þjónusta79.238,763.086,3549.880,6520.358,2-5,4
Vöru- og þjónustuviðskipti, innflutningur alls104.335,5108.843,3907.363,3914.859,10,8
Vöruskipti: = Innflutningur í greiðslujöfnuði63.086,369.186,5568.048,8576.790,21,5
Þjónustuviðskipti: = Innflutt þjónusta39.656,939.656,9339.314,5338.068,8-0,4
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði24.604,76.798,385.334,696.601,7

Talnaefni