FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 25. NÓVEMBER 2021

Þjónustuútflutningur var áætlaður 164,1 milljarður króna á þriðja ársfjórðungi 2021 en þjónustuinnflutningur 103,8 milljarðar. Þjónustujöfnuður var því áætlaður jákvæður um 60,3 milljarða króna en var jákvæður um 19,9 milljarða á sama tíma árið áður. Á tólf mánaða tímabili, frá október 2020 til september 2021, var þjónustujöfnuður jákvæður um 100,6 milljarða króna en var jákvæður um 105,1 milljarð seinustu tólf mánuði þar á undan.

Verðmæti útflutnings og innflutnings á þjónustu (milljarðar króna)
 3. ársfj. 20203. ársfj. 2021Breyting %4. ársfj. 2019 -
3. ársfj. 2020
4. ársfj. 2020 -
3. ársfj. 2021
Breyting %
Þjónustuútflutningur 93,6 164,1 75 446,9 430,4 -4
Samgöngur og flutningar 18,5 41,3 123 112,7 104,8 -7
Ferðalög 28,5 87,9 209 141,8 127,0 -10
Gjöld fyrir notkun hugverka 1,6 2,1 36 43,0 55,6 29
Önnur viðskiptaþjónusta 12,5 11,1 -11 64,0 58,5 -9
Aðrir þjónustuliðir 32,6 21,6 -34 85,4 84,5 -1
           
Þjónustuinnflutningur 73,7 103,8 41 341,8 329,8 -4
Samgöngur og flutningar 14,5 19,8 37 64,6 66,2 2
Ferðalög 16,6 31,0 87 106,1 68,5 -35
Önnur viðskiptaþjónusta 18,1 26,3 45 71,3 86,7 22
Aðrir þjónustuliðir 24,5 26,6 8 99,9 108,4 9
             
Þjónustujöfnuður 19,9 60,3   105,1 100,6  

Útflutningstekjur af ferðalögum þrefaldast á milli ára
Verðmæti þjónustuútflutnings á þriðja ársfjórðungi jókst um 70,5 milljarða króna, eða um 75%, frá þriðja ársfjórðungi 2020 á gengi hvors árs. Útflutningstekjur af ferðalögum rúmlega þrefölduðust samanborið við þriðja ársfjórðung 2020, jukust um 59,4 milljarða. Tekjur af samgöngum og flutningum rúmlega tvöfölduðust á milli ára, jukust um um 22,8 milljarða. Á móti kemur að útflutningstekjur af annarri viðskiptaþjónustu drógust saman um 11% miðað við þriðja ársfjórðung 2020. Skýrist það einkum af samdrátti í útflutningstekjum af rannsókna- og þróunarþjónustu.

Verðmæti þjónustuútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá október 2020 til september 2021, var 430,4 milljarðar króna og dróst saman um 16,6 milljarða miðað við sama tímabil árið áður eða um 4% á gengi hvors árs. Samdráttur í útflutningstekjum af ferðalögum á sama tímabili nam 14,7 milljörðum eða um 10%. Samdráttur varð einnig í útflutningstekjum af samgöngum, eða um 7%, og í útflutningstekjum af annari viðskiptaþjónustu um 9%. Að sama skapi jukust útflutningstekjur vegna notkunar hugverka um 29% sem skýrast einkum af vaxandi tekjum í lyfjaiðnaði.

Verðmæti þjónustuinnflutnings dróst saman um 4% á tólf mánaða tímabili
Verðmæti þjónustuinnflutnings á þriðja ársfjórðungi jókst um 30,1 milljarð króna, eða um 41%, frá þriðja ársfjórðungi 2020 á gengi hvors árs. Útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis jukust um 14,4 milljarða, eða um 87%, samanborið við þriðja ársfjórðung 2020. Útgjöld vegna samgangna og flutninga jukust einnig nokkuð á milli ára, um 5,4 milljarða eða 37%. Sömu sögu er að segja af þjónustuinnflutningi á annarri viðskiptaþjónustu sem jókst um 8,2 milljarða eða 45%. Skýrist það einkum af auknum innflutningstekjum af rannsókna- og þróunarþjónustu.

Verðmæti þjónustuinnflutnings á tólf mánaða tímabili, frá október 2020 til september 2021, var 329,8 milljarðar króna og dróst saman um 12,1 milljarð miðað við sama tímabil árið áður eða um 4% á gengi hvors árs. Vó þar þyngst að útgjöld Íslendinga á ferðalögum erlendis drógust saman um 35% á umræddu tólf mánaða tímabili. Útgjöld vegna samgangna og flutninga jukust hins vegar um 2% á meðan þjónustuinnflutningur á annarri viðskiptaþjónustu jókst um 22%.

Vöru- og þjónustujöfnuður neikvæður um 39,7 milljarða undanfarna tólf mánuði
Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* var áætlaður 192,1 milljarður króna á þriðja ársfjórðungi 2021 en vöruinnflutningur 239,5 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður var því áætlaður neikvæður um 47,4 milljarða króna.

Á þriðja ársfjórðungi 2021 var því áætlað verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 356,2 milljarðar króna samanborið við 246,9 milljarða á þriðja ársfjórðungi árið áður á gengi hvors árs. Á sama tíma var áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 343,3 milljarðar samanborið við 260 milljarða á sama tíma árið áður. Vöru- og þjónustujöfnuður var því áætlaður jákvæður um 12,9 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2021 en var neikvæður um 13 milljarða á sama tíma 2020.

Seinustu tólf mánuði var vöru- og þjónustujöfnuðurinn neikvæður um 39,7 milljarða króna en var jákvæður um 12,1 milljarð tólf mánuðina þar á undan.

Verðmæti útflutnings og innflutnings vöru og þjónustu (milljarðar króna)
 3. ársfj. 20203. ársfj. 2021Breyting %4. ársfj. 2019 -
3. ársfj. 2020
4. ársfj. 2020 -
3. ársfj. 2021
Breyting %
Útflutningur á vöru- og þjónustu246,9356,2 441.063,61.145,7 8
Vöruútflutningur153,3192,1 25616,7715,3 16
Þjónustuútflutningur93,6164,1 75446,9430,4 -4
Innflutningur á vöru- og þjónustu260,0343,3 321.051,61.185,3 13
Vöruinnflutningur186,2239,5 29709,7855,6 21
Þjónustuinnflutningur73,7103,8 41341,8329,8 -4
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði-13,012,9 12,1-39,7 

Mánaðarlegur vöru- og þjónustujöfnuður
Samhliða ársfjórðungsútgáfu á vöruviðskipta- og þjónustujöfnuði uppfærir Hagstofan gögn um mánaðarlegan vöruviðskipta- og þjónustujöfnuð á þriðja ársfjórðungi 2021. Í september var áætlað verðmæti útflutnings fyrir vöru- og þjónustuviðskipti 118,2 milljarðar króna en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 114,7 milljarðar. Vöru- og þjónustujöfnuður var því áætlaður jákvæður um 3,4 milljarða króna í september 2021.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Talnaefni
Þjónustuviðskipti
Vöru- og þjónustuviðskipti

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1156 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.