FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 01. DESEMBER 2017

Samkvæmt bráðabirgðatölum var vöru- og þjónustujöfnuður á þriðja ársfjórðungi 2017, eins og hann birtist í þjóðhagsreikningum og greiðslujöfnuði, jákvæður um 70 milljarða króna en hann var jákvæður um 100,3 milljarða á sama tíma árið 2016, á gengi hvors árs. Umreiknaður vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 47,5 milljarða króna en þjónustujöfnuður var hagstæður um 117,5 milljarða.

Heildarútflutningstekjur vegna vöru- og þjónustuviðskipta námu 354,5 milljörðum króna en heildarinnflutningur á vörum og þjónustu nam 284,4 milljörðum króna.

Í bráðabirgðatölum fyrir fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2017 var vöru- og þjónustujöfnuður við útlönd því jákvæður um 92 milljarða en var jákvæður um 127,6 milljarða á sama tíma árið 2016.

Þessar upplýsingar koma fram í brúartöflu á vef Hagstofunnar sem samræmir staðla vöruviðskipta og greiðslujafnaðar.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1151 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.