FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 01. DESEMBER 2014

Heildarútflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi 2014 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 173,3 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 93,1 milljarður. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 80,2 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi en var jákvæður um 69,9 milljarða á sama tíma árið 2013 á gengi hvors árs.

Ferðaþjónusta er í fyrsta skipti stærsti þjónustuliður í bæði inn- og útflutningi og var afgangur af henni 37,4 milljarðar. Útflutningur hennar nam 66,9 milljörðum og innflutningur 29,5 milljörðum. Afgangur vegna ferðaþjónustu voru rúmir 27 milljarðar á sama ársfjórðungi árið 2013.

Mestur afgangur var hinsvegar af samgöngu- og flutningaþjónustu eða 47,4 milljarðar. Útflutningur þeirra nam 64,9 milljörðum og innflutningur 17,5 milljörðum.

Önnur innflutt viðskiptaþjónusta nam 27,5 milljörðum og útflutningur 10,3 milljörðum á þriðja ársfjórðungi. Halli var því mestur af þeirri þjónustu eða 17,3 milljarðar.

Samhliða þessari útgáfu hefur brúartafla verið uppfærð. Taflan sýnir breytingar á útgefnum tölum á vöru- og þjónustuviðskiptum og tölum um viðskipti eins og þau birtast í greiðslujöfnuði. Breytingar hafa verið gerðar á niðurstöðum fyrir fyrsta ársfjórðung 2010.

Þjónustuviðskipti við útlönd 2014
  Alls  1. ársfj. 2014 2. ársfj. 2014 3. ársfj. 2014
Verðmæti í milljónum króna
Útflutt þjónusta 387.736,6 92.723,1 121.695,6 173.318,0
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara 18.072,0 5.412,0 5.435,8 7.224,3
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. 3.134,3 971,6 1.043,4 1.119,3
3. Samgöngur og flutningar 150.412,3 38.108,6 47.402,8 64.900,9
4. Ferðalög 131.372,1 23.896,5 40.532,1 66.943,5
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 2.864,9 1.303,5 1.150,1 411,3
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta 1.945,5 631,1 625,5 689,0
7. Fjármálaþjónusta 13.531,2 4.389,2 4.489,5 4.652,5
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. 12.942,1 1.362,1 2.658,1 8.921,9
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta 17.347,8 5.607,1 6.127,9 5.612,8
10. Önnur viðskiptaþjónusta 28.741,1 9.016,8 9.454,8 10.269,5
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta 5.482,0 1.479,5 2.131,0 1.871,6
12. Opinber þjónusta ót.a. 1.891,3 545,3 644,6 701,4
Innflutt þjónusta 258.658,2 76.971,1 88.608,4 93.078,7
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara 0,0 0,0 0,0 0,0
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. 12.966,4 4.305,0 3.992,5 4.668,9
3. Samgöngur og flutningar 43.943,4 12.759,8 13.683,9 17.499,6
4. Ferðalög 81.164,3 22.106,0 29.564,6 29.493,7
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 961,2 351,4 236,1 373,7
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta 3.455,1 1.367,9 1.015,0 1.072,1
7. Fjármálaþjónusta 9.551,8 3.205,7 3.189,1 3.157,0
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. 9.160,4 2.506,6 3.110,4 3.543,4
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta 13.981,4 5.199,4 4.707,8 4.074,2
10. Önnur viðskiptaþjónusta 77.738,3 23.275,8 26.916,6 27.545,9
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta 3.879,3 1.138,6 1.506,9 1.233,8
12. Opinber þjónusta ót.a. 1.856,6 754,8 685,3 416,4
Þjónustujöfnuður 129.078,5 15.752,0 33.087,2 80.239,2
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara 18.072,0 5.412,0 5.435,8 7.224,3
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. -9.832,1 -3.333,4 -2.949,1 -3.549,6
3. Samgöngur og flutningar 106.468,9 25.348,7 33.719,0 47.401,2
4. Ferðalög 50.207,8 1.790,5 10.967,5 37.449,8
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 1.903,7 952,1 914,0 37,6
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta -1.509,5 -736,8 -389,5 -383,2
7. Fjármálaþjónusta 3.979,4 1.183,5 1.300,4 1.495,5
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. 3.781,8 -1.144,5 -452,3 5.378,6
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta 3.366,4 407,7 1.420,0 1.538,7
10. Önnur viðskiptaþjónusta -48.997,2 -14.259,0 -17.461,8 -17.276,5
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta 1.602,7 340,9 624,0 637,8
12. Opinber þjónusta ót.a. 34,7 -209,6 -40,7 284,9

 

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.